fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Breskur veirufræðingur spáir hjarðónæmi gegn kórónuveirunni í sumar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. desember 2020 06:54

Rannsóknarstofur AstraZeneca í Lundi í Svíþjóð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir fjölmiðlar segja að stutt sé í að breska lyfjastofnunin veiti heimild til notkunar bóluefnis AstraZeneca og vísindamanna við Oxfordháskóla gegn kórónuveirunni. Jafnvel er talið að aðeins séu nokkrir dagar í það. Calum Semple, einn fremsti veirusérfræðingur Bretlands, segir að bóluefnið geti breytt stöðunni algjörlega.

Bretar hafa nú þegar bólusett 600.000 manns með bóluefninu frá Pfizer en margir binda miklar vonir við að bóluefnið frá AstraZeneca muni breyta gangi mála algjörlega. „Ástæðan er að Oxford-bóluefnið er miklu ódýrara og einfaldara í meðförum. Það þarf að geyma Pfizer-bóluefnið við 70 gráðu frost en Oxford-bóluefnið þarf bara að vera í ísskáp. Það einfaldar framkvæmd bólusetninga mikið,“ sagði Semple í samtali við BBC.

Bresk yfirvöld hafa pantað 100 milljónir skammta af bóluefninu en það dugir til að bólusetja alla þjóðina. ESB hefur pantað 400 milljónir skammta.

„Leyfi til notkunar Oxford-bóluefnisins mun breyta öllu. Bæði af því að það er ódýrara og auðveldara í meðförum en einnig vegna þess að þetta bóluefni hjálpar líkamanum við að mynda svokallaðar veiði/drápsfrumur sem geta gert út af við COVID-19 sýkingu. Þetta er frábært bóluefni,“ sagði Semple.

„Þeir sem verða bólusettir munu öðlast ónæmi á nokkrum vikum. Það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir þá sem eru í áhættuhópum. Til að hjarðónæmi náist í samfélaginu þurfum við líklega að bólusetja 70 til 80% allra og það mun taka tíma. Ég giska á að við náum því marki í sumar,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular
Pressan
Í gær

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð