fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Pressan

Ánægður Lottóvinningshafi – Losnar loksins við soninn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. desember 2020 06:55

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danskur karlmaður á sextugsaldri datt í lukkupottinn um jólin þegar hann vann þrjár milljónir danskra króna í danska lottóinu. Það svarar til um 63 milljóna íslenskra króna. Hann segist nú loksins geta losnað við soninn út af heimilinu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Danske Spil sem rekur danska lottóið. Í tilkynningunni kemur fram að vinningshafinn eigi tvítugan son sem býr enn heima. „Sonur minn er orðinn tvítugur og býr enn heima. Hann elskar matinn hjá mömmu sinni og hann hjálpar aðeins til hér heima en samt,“ er haft eftir ánægðum og sposkum vinningshafanum.

„Hann ætti að geta staðið á eigin fótum núna. Hann er með gott starf og ég hef oft grínast með að ef ég fengi lottóvinning myndi ég kaupa íbúð fyrir hann til að losna við hann“,“ er einnig haft eftir vinningshafanum sem sagðist þó ekki eiga von á að sonurinn fari langt: „Hann hefur sagt að hann muni halda sig í nágrenninu svo hann geti alltaf kíkt inn og séð hvað er í kvöldmatinn. Það er þó skref í rétta átt að hann fari að búa sjálfur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni
Pressan
Í gær

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold