Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Danske Spil sem rekur danska lottóið. Í tilkynningunni kemur fram að vinningshafinn eigi tvítugan son sem býr enn heima. „Sonur minn er orðinn tvítugur og býr enn heima. Hann elskar matinn hjá mömmu sinni og hann hjálpar aðeins til hér heima en samt,“ er haft eftir ánægðum og sposkum vinningshafanum.
„Hann ætti að geta staðið á eigin fótum núna. Hann er með gott starf og ég hef oft grínast með að ef ég fengi lottóvinning myndi ég kaupa íbúð fyrir hann til að losna við hann“,“ er einnig haft eftir vinningshafanum sem sagðist þó ekki eiga von á að sonurinn fari langt: „Hann hefur sagt að hann muni halda sig í nágrenninu svo hann geti alltaf kíkt inn og séð hvað er í kvöldmatinn. Það er þó skref í rétta átt að hann fari að búa sjálfur.“