Búgarðurinn, sem Jackson hafði breytt í skemmtigarð, hafði verið til sölu síðan 2015. Upphafsverðið var 100 milljónir dollara en var lækkað í 67 milljónir 2016. Salan á honum var erfið og er talið að fáir hafi haft áhuga á búgarðinum eftir að ásakanir voru settar fram á hendur Jackson um að hann hefði misnotað börn þar kynferðislega.
Burkle, sem hefur auðgast á fjárfestingum í allt frá stórmörkuðum til íþróttafélaga, ætlar ekki að búa á Neverland að sögn talsmanns hans. Hér sé einfaldlega um fjárfestingu að ræða og sjái Burkle góða möguleika í þessum kaupum.