fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

18 létust af völdum COVID-19 eftir heimsókn jólasveinsins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. desember 2020 17:35

Sumir trúa víst ekki á jólasveininn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í heildina smitaðist 121 íbúi á dvalarheimili aldraðra í Mol í Belgíu af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, eftir heimsókn jólasveinsins. Að auki smituðust 36 starfsmenn. 18 heimilismenn létust af völdum COVID-19. Það er því óhætt að segja að þetta hafi verið dýrkeypt heimsókn.

VRT skýrir frá þessu. Fram kemur að heimsóknin hafi átt að vera huggulegur viðburður á dvalarheimilinu en hafi valdið miklum hörmungum.

Þær hófust 6. desember þegar jólasveinninn kom í heimsókn. Þá hafði hann ekki sýnt nein einkenni þess að vera smitaður og hafði hann því ekki hugmynd um þá hættu sem stafaði af honum. Hann mætti því hress á dvalarheimilið og þar með hófust hörmungarnar.

Skömmu síðar kom í ljós að hann var smitaður af kórónuveirunni og þá lá ljóst fyrir að „ofursmitari“ hafði komið á dvalarheimilið.

Staðan á dvalarheimilinu er enn alvarleg og ekki útséð með hversu margir munu látast af völdum COVID-19. Yfirvöld segjast því búa sig undir tíu erfiða daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Í gær

Skilnaðurinn endaði með morði – Greip sverð og stakk konuna

Skilnaðurinn endaði með morði – Greip sverð og stakk konuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 2 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi