VRT skýrir frá þessu. Fram kemur að heimsóknin hafi átt að vera huggulegur viðburður á dvalarheimilinu en hafi valdið miklum hörmungum.
Þær hófust 6. desember þegar jólasveinninn kom í heimsókn. Þá hafði hann ekki sýnt nein einkenni þess að vera smitaður og hafði hann því ekki hugmynd um þá hættu sem stafaði af honum. Hann mætti því hress á dvalarheimilið og þar með hófust hörmungarnar.
Skömmu síðar kom í ljós að hann var smitaður af kórónuveirunni og þá lá ljóst fyrir að „ofursmitari“ hafði komið á dvalarheimilið.
Staðan á dvalarheimilinu er enn alvarleg og ekki útséð með hversu margir munu látast af völdum COVID-19. Yfirvöld segjast því búa sig undir tíu erfiða daga.