fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

18 létust af völdum COVID-19 eftir heimsókn jólasveinsins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. desember 2020 17:35

Sumir trúa víst ekki á jólasveininn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í heildina smitaðist 121 íbúi á dvalarheimili aldraðra í Mol í Belgíu af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, eftir heimsókn jólasveinsins. Að auki smituðust 36 starfsmenn. 18 heimilismenn létust af völdum COVID-19. Það er því óhætt að segja að þetta hafi verið dýrkeypt heimsókn.

VRT skýrir frá þessu. Fram kemur að heimsóknin hafi átt að vera huggulegur viðburður á dvalarheimilinu en hafi valdið miklum hörmungum.

Þær hófust 6. desember þegar jólasveinninn kom í heimsókn. Þá hafði hann ekki sýnt nein einkenni þess að vera smitaður og hafði hann því ekki hugmynd um þá hættu sem stafaði af honum. Hann mætti því hress á dvalarheimilið og þar með hófust hörmungarnar.

Skömmu síðar kom í ljós að hann var smitaður af kórónuveirunni og þá lá ljóst fyrir að „ofursmitari“ hafði komið á dvalarheimilið.

Staðan á dvalarheimilinu er enn alvarleg og ekki útséð með hversu margir munu látast af völdum COVID-19. Yfirvöld segjast því búa sig undir tíu erfiða daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga