Fimm skip hafa verið send á vettvang til leitar. Rússnesk yfirvöld tilkynntu norskum björgunaraðilum um slysið í nótt en Norðmenn hafa ekki sent aðstoð á vettvang þar sem slysið átti sér stað langt inni í rússneskri landhelgi.
Rússnesk yfirvöld segja að báturinn hafi sokkið vegna ísingar. Mjög hvasst er á slysstað og slæmt veður og mikil hætta á ísingu. Ekki er hægt að nota flugvélar eða þyrlur við leitina vegna veðurs. Þeir tveir, sem var bjargað, voru í blautbúningum.
Tass segir að skipið heiti Onega og hafi haldið til veiða frá Kirkenes þann 14. desember. Skipið var smíðað 1979 og er 358 tonn að stærð.