fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Pressan

Vísindamenn rannsaka útvarpsmerki frá nálægri stjörnu – Eru þetta merki frá vitsmunaverum?

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. desember 2020 13:45

Útvarpssjónaukar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar, sem vinna að stærsta verkefni sögunnar hvað varðar leit að vitsmunalífi utan jarðarinnar, eru nú að rannsaka áhugaverð útvarpsmerki sem virðast hafa komið frá Proxima Centauri en það er sú stjarna sem er næst sólinni okkar. Merkin voru numin með Parkes útvarpssjónaukanum í Ástralíu í apríl og maí á síðasta ári í 30 klukkustunda verkefni.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að greining á merkjunum hafi staðið yfir í langan tíma og vísindamenn eigi enn eftir að útiloka að þau hafi komið frá tækjum hér á jörðinni eða gervihnöttum á braut um jörðina.

Þessi merki gætu átt sér eðlilega skýringu, til dæmis að þau sé af mannavöldum, en það vekur athygli að um þröngan geisla er að ræða eða um 980 MHz. Einnig skipta þau um tíðni í takt við hreyfingu plánetu. Þetta hefur vakið vonir um að hér hafi loksins verið numin útvarpsmerki frá vitsmunaverum utan jarðarinnar. Guardian segist hafa heimildir fyrir að vísindamenn séu nú að vinna að rannsókn á merkjunum.

Merkin hafa ekki verið numin aftur en þau bárust úr þeirri átt sem Proxima Centauri er í en það er rauður dvergur í um 4,2 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Heimildarmaður Guardian sagði að þessi merki væru fyrstu alvöru „kandídatinn“ síðan Wow! merkið var numið 1977.

Wow! merkið var stutt útvarpsmerki á þröngu tíðnisviði sem var numið í Big Ear Radio Observatory í Ohio 1977. Viðurnefnið Wow! fékk merkið eftir að stjörnufræðingurinn Jerry Ehman skrifaði Wow! við hlið þess á útskriftina með því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu