fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Hvað borðar frændfólk okkar á Norðurlöndunum um jólin?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. desember 2020 12:30

Mynd úr safni. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er löng hefð fyrir því hér á landi að borða og drekka mikið um jólin og er þá ekki átt við áfengisdrykkju. Það er auðvitað mismunandi hvað er á boðstólum á heimilum landsins en ætli hangikjöt sé ekki sá matur sem er á flestum borðum yfir hátíðirnar. Ekki skemmir fyrir ef uppstúfur, kartöflur og grænar baunir er borið fram með hangikjötinu og ekki má gleyma laufabrauðinu. Sumir geta ekki hugsað sér jól án rjúpu, aðrir vilja kalkún eða hreindýrakjöt og reykt svínakjöt er sívinsælt. En hvað skyldi frændfólk okkar á Norðurlöndunum snæða um jólin?

Í Noregi eru ákveðnar matarvenjur oft á tíðum staðbundnar. Svínakjöt er vinsælt, sérstaklega pörusteik. Sumir bjóða upp á jólapylsu með svínakjötinu. Aðrir borða lambakjöt og oft er boðið upp ákveðnar pylsutegundir með því. Enn aðrir borða þorsk, lútfisk eða þurrkaðan fisk en bjóða oft upp á svína- eða lambakjöt þar á eftir.

Svíar eru hrifnir af hlaðborðum á aðfangadag. Heitir og kaldir réttir prýða þau. Jólaskinka, pylsur, kjötbollur (örugglega ekki úr IKEA), síld, reyktur lax, grafinn lax, áll, ostar og fleira góðgæti þykir ómissandi á sænskum hlaðborðum. Jólaskinkan er einnig allt að því skyldumatur á hlaðborðinu og lútfiskur er líka vinsæll.

Í Danmörku er jólamaturinn að hluta landshlutabundinn en það hefur þó dregið úr því á síðustu árum. Miklar líkur eru á pörusteik sé á boðstólum eða endur, sem eru mjög vinsæll jólamatur. Gæsir eru einnig vinsælar. Brúnaðar kartöflur þykja ómissandi um jólin og auðvitað ris a la mande, sem er dönsk uppfinning þótt nafnið gefi það ekki til kynna.

Reykt svínakjöt er vinsælt á veisluborðum Finna á aðfangadag og er vinsælt að bera það fram með soðnum grænum baunum og öðru grænmeti. Einnig eru hlaðborð, í líkingu við það sem tíðkast í Svíþjóð, vinsæl. Rauðrófusalat, sveppasalat, síld, grafinn lax, kavíar og kæfur prýða það oft auk svínakjöts og hrísgrjónagraut og lútfisk má oft finna á þeim. Kalkúnn hefur öðlast sífellt meiri vinsældir sem jólamatur í Finnlandi á undanförnum árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í