Ítalskir vísindamenn fundu örplast í fylgjum fjögurra kvenna. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að konurnar höfðu, ásamt tveimur til viðbótar, gefið fylgjur sínar til rannsókna að fæðingu lokinni.
Danska ríkisútvarpið hefur eftir Kristian Syberg, lektor í umhverfisáhættu við háskólann í Hróarskeldu, að rannsóknin sé lítil en hún sé skref á þeirri leið að öðlast þekkingu á hvar örplast leynist og hvaða hættur fylgja því.
Ekki er enn vitað um áhrif örplasts á heilbrigði fólks.