T-Online skýrir frá þessu. Fram kemur að Henn sé erfðafræðingur og meðlimur í þýska siðferðisráðinu. Hann gagnrýnir samsæriskenningasmiði og andstæðinga COVID-19 bóluefnanna og segir að í raun eigi fólk ekki að fá bráðaaðstoð ef það kýs að láta ekki bólusetja sig og veikist síðan.
„Ef þú vilt ekki fá bóluefnið þá ættir þú alltaf að bera á þér skjal með yfirskriftinni: „Ég vil ekki láta bólusetja mig. Ég vil láta aðra um að vernda okkur gegn sjúkdómnum. Ef ég veikist vil ég að aðrir fái plássið mitt á gjörgæsludeildinni og í öndunarvélinni,““ er haft eftir Henn sem telur að fólk eigi að treysta sérfræðingum sem viti alveg hvað þeir eru að gera.