fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Borgar 80.000 evrur fyrir að fá að koma nálægt Monu Lisu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. desember 2020 19:00

Leonardo da Vinci málaði Monu Lisu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokið er uppboði á ótrúlegum aðgangi að Monu Lisu, málverkinu fræga eftir Leonardo da Vinci, á Louvre-safninu í París. Hæstbjóðandinn greiðir 80.000 evrur, sem svarar til um 12,5 milljóna íslenskra króna á gengi dagsins, fyrir þetta einstaka tækifæri. Í þessu felst að vinningshafi uppboðsins, sem fór fram á netinu, fær að vera viðstaddur árlega skoðun á málverkinu fræga. Þá er það tekið úr hlífðarkassanum og skoðað nákvæmlega af sérfræðingum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Christie‘s uppboðshúsinu. En það var fleira spennandi sem var boðið upp á vegum Louvre og annarra til styrktar safninu. Til dæmis einkaskoðunarferð um safnið í fylgd Jean-Luc Martinez, forstjóra safnsins, og vasaljósaferð að næturlagi um safnið. Hvor ferð um sig seldist fyrir 38.000 evrur. Einkatónleikar í Caryatids Hall seldust fyrir 42.000 evrur.

Cartier gaf skartgripi sem voru seldir á uppboði fyrir 90.000 evrur og fær kaupandinn einnig einkaaðgang að safninu. Hann fær einnig að sjá frönsku krúnudjásnin og leynilegt skartgripaverkstæði Cartier í París.

Louvre er stærsta og vinsælasta listasafn heims en árlega heimsækja um 10 milljónir gesta safnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin