Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Christie‘s uppboðshúsinu. En það var fleira spennandi sem var boðið upp á vegum Louvre og annarra til styrktar safninu. Til dæmis einkaskoðunarferð um safnið í fylgd Jean-Luc Martinez, forstjóra safnsins, og vasaljósaferð að næturlagi um safnið. Hvor ferð um sig seldist fyrir 38.000 evrur. Einkatónleikar í Caryatids Hall seldust fyrir 42.000 evrur.
Cartier gaf skartgripi sem voru seldir á uppboði fyrir 90.000 evrur og fær kaupandinn einnig einkaaðgang að safninu. Hann fær einnig að sjá frönsku krúnudjásnin og leynilegt skartgripaverkstæði Cartier í París.
Louvre er stærsta og vinsælasta listasafn heims en árlega heimsækja um 10 milljónir gesta safnið.