fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

23 milljónir íbúa og aðeins sjö látnir af völdum COVID-19 – Hvernig fara þeir að þessu?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. desember 2020 07:00

Heilbrigðisstarfsmaður með kórónuveirusýni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða um heim hefur verið gripið til harðra sóttvarnaráðstafana til að reyna að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, en á Taívan lifir fólk nokkuð hefðbundnu lífi. Þar búa um 23 milljónir og fram að þessu hafa aðeins sjö látist af völdum COVID-19.  Fólk sækir tónleikar, fer út að skemmta sér og hegðar sér eiginlega bara eins og það gerði áður en heimsfaraldurinn skall á.

Taívan er lítil eyja, eða aðeins um 36.000 ferkílómetrar, og því búa þessar 23 milljónir mjög þétt. Frá upphafi heimsfaraldursins hafa aðeins 763 greinst með kórónuveiruna og sjö hafa látist miðað við tölur Johns Hopkins háskólans.

Yfirvöld hafa því ekki þurft að grípa til mjög harðra sóttvarnaaðgerða en það þýðir ekki að ekki hafi verið gripið til aðgerða til að hemja útbreiðslu veirunnar. Fólk er hitamælt þegar það fer á sjúkrahús, veitingastaði og fleiri staði. Það verður einnig að nota andlitsgrímur í almenningssamgöngufarartækjum. Yfirvöld hertu nýlega kröfurnar um notkun andlitsgríma og nú þarf að nota þær í skólum, veitingastöðum og á menningarviðburðum auk fleiri staða. Þetta er ekki gert vegna þess að smitum hafi fjölgað í landinu heldur af því að smitum fjölgar annars staðar í heiminum og nú er kominn vetur svo fólk er meira innanhúss.

Í landinu er notað mjög skilvirkt kerfi þegar kemur að smitsjúkdómum og það hefur komið að gagni í baráttunni við kórónuveiruna. Mikið var tekið af sýnum í upphafi faraldursins og sóttkví er óspart beitt ef grunur er um smit. Smitrakning er einnig stór hluti af taktíkinni og fylgst er náið með þeim sem greinast með veiruna. Fólk þarf að fara í 14 daga einangrun og því er fylgt eftir að fólk virði hana. Háar sektir liggja við brotum gegn því en sektarupphæðirnar hlaupa á sem nemur mörg hundruð þúsund íslenskum krónum.

Stíft eftirlit hefur einnig verið á landamærum landsins og allir sem koma til landsins þurfa að fara í 14 daga einangrun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn