fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Sjúkrahús í Kaupmannahöfn að fyllast af COVID-19 sjúklingum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 08:33

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Region Hovedstaden, sem hefur yfirumsjón með heilbrigðiskerfinu í Kaupmannahöfn, tilkynnti í morgun að sjúkrahús borgarinnar séu við það að fyllast af COVID-19 sjúklingum. Eru viðræður nú hafnar við sjúkrahús í öðrum landshlutum um að taka við hluta af þeim sjúklingum sem þurfa á innlögn að halda.

Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Haft er eftir Kristian Antonsen, varaforstjóra Bisbebjerg og Frederiksberg sjúkrahússins að nú sé staðan sú að daglega þurfi að leggja 30 til 40 fleiri inn en séu útskrifaðir. Af þessum sökum aukist álagið á sjúkrahúsin sem séu nú nærri því að fyllast. „Ef kúrvan breytist ekki, getum við átt von á að vera með 500, kannski 600, innlagða sjúklinga á milli jóla og nýárs,“ sagði hann.

Af þessum sökum getur þurft að flytja sjúklinga á sjúkrahús utan höfuðborgarinnar og nú er verið að íhuga málin og ræða við yfirvöld í öðrum landshlutum þar sem álagið á sjúkrahúsin er minna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“