fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Sjúkrahús í Kaupmannahöfn að fyllast af COVID-19 sjúklingum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 08:33

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Region Hovedstaden, sem hefur yfirumsjón með heilbrigðiskerfinu í Kaupmannahöfn, tilkynnti í morgun að sjúkrahús borgarinnar séu við það að fyllast af COVID-19 sjúklingum. Eru viðræður nú hafnar við sjúkrahús í öðrum landshlutum um að taka við hluta af þeim sjúklingum sem þurfa á innlögn að halda.

Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Haft er eftir Kristian Antonsen, varaforstjóra Bisbebjerg og Frederiksberg sjúkrahússins að nú sé staðan sú að daglega þurfi að leggja 30 til 40 fleiri inn en séu útskrifaðir. Af þessum sökum aukist álagið á sjúkrahúsin sem séu nú nærri því að fyllast. „Ef kúrvan breytist ekki, getum við átt von á að vera með 500, kannski 600, innlagða sjúklinga á milli jóla og nýárs,“ sagði hann.

Af þessum sökum getur þurft að flytja sjúklinga á sjúkrahús utan höfuðborgarinnar og nú er verið að íhuga málin og ræða við yfirvöld í öðrum landshlutum þar sem álagið á sjúkrahúsin er minna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Í gær

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í