fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Joe Biden er búinn að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 06:37

Joe Biden hefur verið iðinn við að hvetja fólk til að láta bólusetja sig. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe  Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, var bólusettur gegn kórónuveirunni í gær. Bólusetningin var send út í beinni sjónvarpsútsendingu frá sjúkrahúsi nærri heimili Biden í Delaware. Útsendingin var liður í aðgerðum til að sannfæra Bandaríkjamenn um öruggt sé að láta bólusetja sig.

Biden fékk skammt af bóluefninu frá Pfizer. Nokkrum klukkustundum áður hafði eiginkona hans, Jill Biden, fengið sinn skammt á sama sjúkrahúsi.

Biden var klæddur í rúllukragapeysu þegar hann kom á sjúkrahúsið og bretti hann vinstri ermina upp að öxl áður en hann var sprautaður í handlegginn. Hjúkrunarfræðingur sem sprautaði hann bauð honum að telja upp að þremur áður en hún myndi stinga hann en því hafnaði hann: „Þú gerir þetta bara þegar þú ert tilbúin,“ sagði hann við hana.

Hann lagði áherslu á að bóluefnið væri öruggt og sagði að það yrði að hrósa Donald Trump og fráfarandi stjórn hans fyrir að hafa komið dreifingu bóluefna af stað.

„Ég geri þetta til að sýna að fólk eigi að vera reiðubúið þegar það hefur tækifæri til að láta bólusetja sig. Það er ekkert til að hafa áhyggjur af,“ sagði Biden og bætti við að dreifing bóluefnisins muni „taka tíma“ og hvatti landa sína til að sýna aðgæslu um jólin til að forðast að dreifa veirunni enn frekar. Hann hvatti fólk til að nota andlitsgrímur og til að halda sig heima ef þess væri nokkur kostur.

Reiknað er með að Kamala Harris, verðandi varaforseti, og eiginmaður hennar verði bólusett í næstu viku. Auk þeirra hafa Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, og Mike Pence, varaforseti, nú þegar verið bólusett. Donald Trump, forseti, hefur ekki enn verið bólusettur og ekkert hefur verið gefið út um hvort og þá hvenær hann muni láta bólusetja sig. Hann hefur haldið sig utan kastljóss fjölmiðla að mestu eftir ósigurinn í forsetakosningunum og virðist einna helst eyða tíma sínum í að reyna að finna leiðir til að geta setið áfram á forsetastóli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada
Pressan
Í gær

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mannætan í Klettafjöllum

Mannætan í Klettafjöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindin hafa talað: Konur eru öflugri en karlar

Vísindin hafa talað: Konur eru öflugri en karlar