fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Fyrrum vinkona Melania varpar ljósi á samband hennar við Jared og Ivanka

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 05:18

Melania Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband Melania Trump, eiginkonu Donald Trump Bandaríkjaforseta, og Ivanka Trump, dóttur forsetans úr fyrra hjónabandi, er að sögn ekki mjög gott, eiginlega bara ískalt. Það sama á við um samband Melania við Jared Kushner, eiginmann Ivanka. Þetta segir Stephanie Winston Wolkoff, fyrrum vinkona og persónulegur ráðgjafi Melania.

Wolkoff skrifaði bókina „Melania and Me: The Rise and Fall of My Friendship with the First Lady“. Í bókinni afhjúpar hún eitt og annað varðandi Melania og líf hennar. Wolkoff hefur einnig opinberað hljóðupptökur, sem hún gerði í leyni, af trúnaðarsamtölum sínum við Melania í Hvíta húsinu. Í þeim kemur meðal annars fram að Melania var mjög ósátt við þá gagnrýni sem var beint að henni og að hún hataði í raun að þurfa að skreyta Hvíta húsið fyrir jólin. Hún tjáði sig einnig um Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi verið ástkona forsetans um hríð.

Í nýjasta hlaðvarpi The New Abnormal frá The Daily Beast er fjallað um samband Melania og Ivanka. Í þættinum kemur fram að Melania og Ivanka eigi næstum í stríði. Melania kallar Ivanka nær alltaf „prinsessuna“ og Wolkoff lýsir því hvernig Ivanka, sem er einn nánasti ráðgjafi föður síns, hafi reynt að koma sjálfri sér í stöðu sem einhverskonar forsetafrú. „Ivanka stal skylduverkum Melania og fór lengra en staða hennar og heimild náði,“ segir Wolkoff í hlaðvarpinu og útskýrir þetta nánar með því að segja að Ivanka hafi „stolið“ starfsfólkinu sem var ætlað forsetafrúnni.

„Þú ræður ekki fólk sem forsetafrúin vill hafa. „Prinsessan“ vildi gera Melania léttvæga. Melania kallar þau „slöngur“, Jared og Ivanka, og þau gera allt til að fá það sem þau vilja og það fá þau líka,“ segir Wolkoff í hlaðvarpinu.

Wolkoff var árum saman náin vinur forsetahjónanna. Hún tók þátt í skipulagningu innsetningarathafnarinnar þegar Trump var settur í forsetaembættið og síðan var hún ráðin sem ráðgjafi Melania. Vináttu þeirra lauk skyndilega fyrir nokkrum árum þegar fram kom að ekki hafði allt verið sem skyldi hvað varðaði fjármögnun innsetningarathafnarinnar. Fyrirtækið Wolkoff var sagt hafa fengið 26 milljónir dollara fyrir verkefnið. Í kjölfarið sleit Melania öllu sambandi við Wolkoff og rak hana úr starfi. Wolkoff neitar að hafa fengið svona háar fjárhæðir og segist hafa fengið um 1,6 milljónir dollara fyrir verkefnið og hafi þeir peningar verið notaðir í launagreiðslur handa starfsfólki hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð