fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Danir fá 3 milljónir skammta af bóluefninu frá Pfizer

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 10:03

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innan nokkurra daga, hugsanlega á aðfangadag, koma fyrstu skammtarnir af bóluefninu, gegn kórónuveirunni, frá Pfizer til Danmerkur. Fljótlega eftir það verður hafist handa við að bólusetja framlínufólk og íbúa á dvalarheimilum aldraðra. Í heildina fá Danir þrjár milljónir skammta af bóluefninu frá Pfizer á þessu ári og því næsta.

Þetta hefur Danska ríkisútvarpið eftir Lars Møller, forstjóra Pfizer í Danmörku. Hver og einn þarf að fá tvo skammta af bóluefninu og því verður hægt að bólusetja 1,5 milljónir Dana gegn veirunni með bóluefninu frá Pfizer.

Møller sagði einnig að ákveðinna aukaverkana hafi orðið vart en þær séu ekki aðrar en þær sem reiknað var með. Þetta séu hefðbundnar aukaverkanir við bólusetningu, til dæmis roði þar sem sprautað er, hiti, vanlíðan og verkur þar sem er sprautað. Ekki liggur enn fyrir hversu lengi bóluefnið veitir vernd.

Dönsk stjórnvöld hafa einnig tryggt sér milljónir skammta af bóluefni frá Moderna, AstraZeneca og fleiri framleiðendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?