Þetta hefur Danska ríkisútvarpið eftir Lars Møller, forstjóra Pfizer í Danmörku. Hver og einn þarf að fá tvo skammta af bóluefninu og því verður hægt að bólusetja 1,5 milljónir Dana gegn veirunni með bóluefninu frá Pfizer.
Møller sagði einnig að ákveðinna aukaverkana hafi orðið vart en þær séu ekki aðrar en þær sem reiknað var með. Þetta séu hefðbundnar aukaverkanir við bólusetningu, til dæmis roði þar sem sprautað er, hiti, vanlíðan og verkur þar sem er sprautað. Ekki liggur enn fyrir hversu lengi bóluefnið veitir vernd.
Dönsk stjórnvöld hafa einnig tryggt sér milljónir skammta af bóluefni frá Moderna, AstraZeneca og fleiri framleiðendum.