fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Bolsonaro gagnrýnir bóluefni gegn kórónuveirunni – „Þú getur breyst í krókódíl“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 07:47

Jair Bolsonaro.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur gagnrýnt bóluefni gegn kórónuveirunni harðlega og sakar lyfjafyrirtækin um að taka ekki ábyrgð. Hann hefur gefið í skyn að bóluefnið frá Pfizer og BioNTech geti breytt fólki í krókódíla eða skeggjaðar konur.

Þessi mjög svo hægrisinnaði þjóðarleiðtogi hefur verið fullur efasemda í garð kórónuveirunnar allt frá því að hún uppgötvaðist fyrir um ári síðan. Hann hefur lýst henni sem „smávegis kvefi“.

Í síðustu viku sagðist hann ekki ætla að láta bólusetja sig gegn veirunni en brasilísk stjórnvöld kynntu einmitt bólusetningaráætlun sína í síðustu viku.

„Það stendur skýrt í samningi Pfizer: „Við berum ekki ábyrgð á neinum aukaverkunum. Ef þú breytist í krókódíl þá er það þitt vandamál,““ sagði Bolsonaro á fimmtudaginn og bætti við: „Ef þú breytist í ofurmenni, ef konu fer að vaxa skegg eða ef karlmaður byrjar að tala með kvenmannsrödd þá vilja þau ekki hafa neitt með það að gera,“ sagði hann og vísaði þar til lyfjafyrirtækjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð