Þessi mjög svo hægrisinnaði þjóðarleiðtogi hefur verið fullur efasemda í garð kórónuveirunnar allt frá því að hún uppgötvaðist fyrir um ári síðan. Hann hefur lýst henni sem „smávegis kvefi“.
Í síðustu viku sagðist hann ekki ætla að láta bólusetja sig gegn veirunni en brasilísk stjórnvöld kynntu einmitt bólusetningaráætlun sína í síðustu viku.
„Það stendur skýrt í samningi Pfizer: „Við berum ekki ábyrgð á neinum aukaverkunum. Ef þú breytist í krókódíl þá er það þitt vandamál,““ sagði Bolsonaro á fimmtudaginn og bætti við: „Ef þú breytist í ofurmenni, ef konu fer að vaxa skegg eða ef karlmaður byrjar að tala með kvenmannsrödd þá vilja þau ekki hafa neitt með það að gera,“ sagði hann og vísaði þar til lyfjafyrirtækjanna.