fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Viðskiptavinur grýtti drykk í afgreiðslukonuna – Viðbrögð annars viðskiptavinar komu mjög á óvart

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. desember 2020 05:28

Syed og Brianna. Mynd:Syed Feroza/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Feroza Syed var í bílaröðinni við skyndibitastað í úthverfi Atlanta í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum trúði hún ekki því sem hún sá gerast fyrir framan sig. Ökumaður eins bílsins, fyrir framan hana, henti stóru drykkjaríláti í afgreiðslukonuna í lúgunni. Hann virtist vera ósáttur við að ísmolar voru í drykknum.

Þegar Syed kom að lúgunni stóð afgreiðslukonan, Bryanna, þar grátandi. Syed sá að hún var barnshafandi en hún var gengin sex mánuði þegar þetta gerðist. Syed gaf henni 20 dollara í þjórfé, sagði henni hversu reið hún væri yfir hegðun mannsins og bauðst til að hafa samband við lögregluna. Nokkrum klukkustundum síðar, meðan reiðin sauð enn á henni, skrifaði hún færslu á Facebook um málið og viðbrögðin voru ótrúleg. Í framhaldi af þessu fékk hún hugmynd og spurði mörg þúsund vini sína og fylgjendur á Facebook hvort þeir hefðu áhuga á að senda 5 dollara, eða bara einhverja upphæð,  til stuðnings Bryanna.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og framlögum rigndi inn. „Ég vann áður í verslun og þessi frásögn reitti mig mjög til reiði,“ skrifaði ein kona sem sendi peninga.

Nokkrum dögum síðar sagði framkvæmdastjóri skyndibitastaðarins Bryanna að Syed væri að reyna að ná sambandi við hana og að lokum náði hún á Bryanna.

„Feroza sagði . . . „Ég er með svolítið óvænt handa þér og vill gjarnan afhenda þér það í eigin persónu svo ég sagði henni heimilisfangið mitt,“ sagði Bryanna í samtali við CNN. „Hún rétti mér umslag og ég gat ekki gert neitt annað en grátið því ég átti ekki von á þessu,“ sagði hún.

Í umslaginu voru 1.700 dollarar sem Syed hafi safnað handa henni.

„Stór hluti af framlögunum voru 5, 10 eða 20 dollarar og  þegar upp var staðið voru þetta 1.700 dollarar,“ sagði Syed.

Bryanna með peningagjöfina. Mynd:Syed Feroza/Facebook

En Syed var ekki hætt og hélt áfram að safna fé fyrir Bryanna til að aðstoða hana þegar barnið kemur í heiminn. „Hún hefur verið algjör blessun. Það er enn gott fólk til,“ sagði Bryanna.

Í samtali við CNN gerði Syed lítið úr eigin verkum og sagði: „Ég sá að það var farið illa með hana og mér líkaði það ekki. Að gera eitthvað rétt hvetur aðra til að gera það líka og það sem ég er sífellt að læra er að þegar maður sér eitthvað eins og þetta gerast eða aðrar aðstæður þar sem er farið illa með einhvern þá þarf bara eina manneskju til að breyta hlutunum,“ sagði hún

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð