fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Óvænt uppgötvun heima hjá Tom Hagen – Af hverju var þetta geymt?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. desember 2020 05:14

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok apríl var norski milljarðamæringurinn Tom Hagen handtekinn við heimili sitt í Lørenskog í útjaðri Osló, grunaður um aðild að hvarfi og morði á eiginkonu hans Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimilinu að morgni 31. október 2018.

Við húsleit á heimil hjónanna fann lögreglan undarlegt safn sem hefur vakið mikla undrun og hugleiðingar um tilganginn með því. Það er safn gamalla greina um óupplýst morð. Vg.no skýrir frá þessu.

Fram kemur að sumar greinarnar fjalli um morð sem eru tíu ára eða eldri og voru framin í Lørenskog. Eitt morðanna var morðið á Najaf Abbas sem var skotinn til bana á pitsastað í Lørenskog 2006. Morðinu, sem er óupplýst, hefur verið lýst sem hreinni aftöku framinni af fagmanni. Annað morð, sem fjallað er um í þessum greinum, er morðið á Meta Øverli sem var stungin til bana á heimili sínu 2006. Hún var 75 ára.

Vg hefur ekki upplýsingar um hversu margar greinar höfðu verið geymdar eða hvort það var Tom sem hafði geymt þær eða Anne-Elisabeth en spurningar hafa vaknað um af hverju þessar greinar voru geymdar. Haft er eftir talsmanni lögreglunnar að hún hyggist spyrja Tom út í þessar greinar.

Svein Holden, verjandi Tom, gat ekki tjáð sig um greinarnar vegna þeirrar þagnarskyldu sem hvílir á honum. „Ég vil þó leggja áherslu á að fjölskyldan er nú að fara inn í þriðju jólin sem hún veit ekki hver örlög Anne-Elisabeth Hagen voru. Við vonum að rannsóknin haldi áfram af fullum þunga 2021 og að lögreglan gefist ekki upp fyrr en hún hefur handtekið þá sem bera ábyrgð á þessu,“ sagði hann.

Norska ríkisútvarpið skýrði einnig frá því í gær að lögreglan hefði fundið skammbyssur og hlaðna haglabyssu í svefnherbergi hans. Einnig fundust skotfæri á heimilinu. Hagen er ekki með skotvopnaleyfi. Hann hefur játað brot gegn skotvopnalöggjöfinni að hluta.

Tom Hagen neitar að hafa átt aðild að hvarfi og morðinu á eiginkonu sinni en hefur enn stöðu grunaðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?