fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Öngþveiti yfirvofandi í Bretlandi eftir lokun landamæra – Matarskortur yfirvofandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. desember 2020 06:56

Flutningabílar bíða á hafnarsvæði á Englandi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkar hafa lokað Ermarsundsgöngunum fyrir umferð farþega og fyrir vöruflutningum. Auk þess hafa bæði Frakkar og Belgar stöðvað ferjusiglingar frá Bretlandi. Að auki hafa nokkur Evrópuríki bannað alla flugumferð frá Bretlandi. Ástæðan er nýtt og bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, sem herjar á Bretland. Reiknað er með að þessar lokanir muni hafa gríðarleg áhrif á vöruflæði til og frá Bretlandi og hefur Boris Johnson, forsætisráðherra, boðað til neyðarfundar COBRA, sem er viðbragðshópur háttsettra ráðherra og embættismanna.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að embættismenn óttast að sumar innfluttar vörur verði á þrotum eftir aðeins tvo daga. Ástæðan er að frönsk stjórnvöld hafa lokað fyrir flutninga á fólki og vörum á milli landanna næstu 48 klukkustundir. Reiknað er með að þetta valdi öngþveiti í suðurhluta Englands þar sem flutningabílar á leið til meginlandsins munu sitja fastir næstu daga. Ákvörðun Frakka nær til Ermarsundsganganna og til ferjusiglinga á milli landanna.

„Stöðvun vöruflutninga, þar sem bílstjórar fara með farminum, á milli Bretlands og Frakklands getur hugsanlega haft mikil áhrif á flutninga matvæla fyrir jólin og valdið vandræðum með útflutning á mat og drykk,“ skrifaði Ian Wright forstjóri FDF, sem eru samtök breskra matvælaframleiðenda, í fréttatilkynningu. Samtökin biðja stjórnvöld að grípa inn í: „Ríkisstjórnin verður hið snarasta að sannfæra frönsk stjórnvöld um að láta vöruflutninga njóta undanþágu frá banninu,“ segir í tilkynningu samtakanna.

Grant Sharps, ráðherra samgöngumála, segir að reikna megi með alvarlegum truflunum við hafnir í suðausturhluta Englands og hefur beðið almenning og flutningafyrirtæki að forðast þessi svæði næstu sólarhringa.

Það er í sjálfu sér ekki bann við vöruflutningum til Bretlands en The Guardian segir að flutningafyrirtæki óttist að bílstjórar þeirra þori ekki að flytja varning yfir Ermarsund af ótta við að verða strandaglópar í Bretlandi. Breskir fjölmiðlar segja að áhyggjur sé af að sumar vörur muni klárast í verslunum á næstu dögum.

Rekstraraðili Ermarsundsganganna sagði í gær að sumar vörur sé hægt að flytja um göngin án þess að bílstjórar eða aðrir séu með í för og þær verði áfram hægt að flytja um þau.

Lokanirnar núna bæta ekki úr skák því mikill þrýstingur hefur verið á landamæri Englands og Frakklands að undanförnu vegna yfirvofandi samningslausrar útgöngu Breta úr ESB þann 1. janúar. Af þeim sökum hefur verið mjög mikil umferð flutningabíla yfir og undir Ermarsund því breskir birgjar hafa keypt mikið inn til að búa sig undir samningslausa útgöngu. Að auki er meiri eftirspurn vegna jólanna.

Veiruafbrigðið sem um ræðir hefur fengið heitið N501Y en það hefur fundist í rúmlega 1.100 Bretum, aðallega í suður- og austurhluta landsins. Nokkrir hafa einnig greinst með afbrigðið á meginlandinu og víðar um heiminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð