Politico, Washington Post og Brussels Times skýra frá þessu auk fjölda annarra fjölmiðla.
Verðin ná yfir þau sex bóluefni sem ESB hefur gert samninga um kaup á með þeim skilyrðum að þau virki og verði samþykkt til notkunar. Verðin eru niðurstaða samningaviðræðna framkvæmdastjórnar ESB og lyfjafyrirtækjanna og gilda þau fyrir öll aðildarríki ESB.
Eftir því sem De Bleeker skrifaði þá er bóluefnið frá hinu sænsk/breska AstraZeneca, oft nefnt Oxfordbóluefnið, ódýrast en skammtur af því kostar 1,78 evrur. Dýrasta bóluefnið er frá hinu bandaríska Moderna en skammturinn af því kostar 18 dollara.
Bóluefnin frá þýska BioNTech og bandaríska Pfizer eru þau næstdýrustu en hver skammtur af þeim kostar 12 evrur.