fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Leynilegur listi afhjúpar verðmuninn á bóluefnum gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. desember 2020 05:48

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva De Bleeker, ráðherra neytendamála í Belgíu, birti, væntanlega fyrir mistök, verðlista yfir nokkur bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, á Twitter á fimmtudaginn. Hún eyddi færslunni fljótlega en upplýsingar um verð bóluefna frá lyfjafyrirtækjunum eru trúnaðarmál. En samt sem áður náðu margir að sjá verðlistann.

PoliticoWashington Post og Brussels Times skýra frá þessu auk fjölda annarra fjölmiðla.

Verðin ná yfir þau sex bóluefni sem ESB hefur gert samninga um kaup á með þeim skilyrðum að þau virki og verði samþykkt til notkunar. Verðin eru niðurstaða samningaviðræðna framkvæmdastjórnar ESB og lyfjafyrirtækjanna og gilda þau fyrir öll aðildarríki ESB.

Eftir því sem De Bleeker skrifaði þá er bóluefnið frá hinu sænsk/breska AstraZeneca, oft nefnt Oxfordbóluefnið, ódýrast en skammtur af því kostar 1,78 evrur. Dýrasta bóluefnið er frá hinu bandaríska Moderna en skammturinn af því kostar 18 dollara.

Bóluefnin frá þýska BioNTech og bandaríska Pfizer eru þau næstdýrustu en hver skammtur af þeim kostar 12 evrur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum