fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Leynilegur listi afhjúpar verðmuninn á bóluefnum gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. desember 2020 05:48

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva De Bleeker, ráðherra neytendamála í Belgíu, birti, væntanlega fyrir mistök, verðlista yfir nokkur bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, á Twitter á fimmtudaginn. Hún eyddi færslunni fljótlega en upplýsingar um verð bóluefna frá lyfjafyrirtækjunum eru trúnaðarmál. En samt sem áður náðu margir að sjá verðlistann.

PoliticoWashington Post og Brussels Times skýra frá þessu auk fjölda annarra fjölmiðla.

Verðin ná yfir þau sex bóluefni sem ESB hefur gert samninga um kaup á með þeim skilyrðum að þau virki og verði samþykkt til notkunar. Verðin eru niðurstaða samningaviðræðna framkvæmdastjórnar ESB og lyfjafyrirtækjanna og gilda þau fyrir öll aðildarríki ESB.

Eftir því sem De Bleeker skrifaði þá er bóluefnið frá hinu sænsk/breska AstraZeneca, oft nefnt Oxfordbóluefnið, ódýrast en skammtur af því kostar 1,78 evrur. Dýrasta bóluefnið er frá hinu bandaríska Moderna en skammturinn af því kostar 18 dollara.

Bóluefnin frá þýska BioNTech og bandaríska Pfizer eru þau næstdýrustu en hver skammtur af þeim kostar 12 evrur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga