Samkvæmt aðgerðunum þá verða allar verslanir, sem ekki teljast selja nauðsynjavörur, að vera lokaðar 24. til 27. desember, 31. desember til 3. janúar og 5. og 6. janúar. Þessa daga mega Ítalir aðeins yfirgefa heimili sín til að fara til vinnu eða af heilbrigðisástæðum. Það verða því í raun aðeins matvöruverslanir og apótek sem mega hafa opið þessa daga.
„Staðan er erfið víða í Evrópu. Veiran heldur áfram að dreifa sér um allt,“ sagði Conte. „Sérfræðingar okkar óttast að smitum muni fjölga um jólin og því urðum við að grípa til aðgerða. En ég get fullvissað ykkur um að þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ sagði hann einnig.
Verslanir mega opna 28. til 30. desember og 4. janúar. Þessa daga má fólk fara út af heimilum sínum. Öll jólin verða barir og veitingastaðir að vera lokaðir.