fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Ítölum gert að halda sig heima um jólin

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. desember 2020 11:01

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir nokkurra daga deilur innan ítölsku ríkisstjórnarinnar tilkynni Giuseppe Conte, forsætisráðherra, loks um hertar sóttvarnaaðgerðir á föstudagskvöldið. Aðgerðunum er ætlað að koma í veg fyrir enn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19.

Samkvæmt aðgerðunum þá verða allar verslanir, sem ekki teljast selja nauðsynjavörur, að vera lokaðar 24. til 27. desember, 31. desember til 3. janúar og 5. og 6. janúar. Þessa daga mega Ítalir aðeins yfirgefa heimili sín til að fara til vinnu eða af heilbrigðisástæðum. Það verða því í raun aðeins matvöruverslanir og apótek sem mega hafa opið þessa daga.

„Staðan er erfið víða í Evrópu. Veiran heldur áfram að dreifa sér um allt,“ sagði Conte. „Sérfræðingar okkar óttast að smitum muni fjölga um jólin og því urðum við að grípa til aðgerða. En ég get fullvissað ykkur um að þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ sagði hann einnig.

Verslanir mega opna 28. til 30. desember og 4. janúar. Þessa daga má fólk fara út af heimilum sínum. Öll jólin verða barir og veitingastaðir að vera lokaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin