Gladys Berejiklian, forsætisráðherra New South Wales þar sem Sydney er, sagði í gær að frá því að þessi nýja bylgja hafi uppgötvast fyrir þremur dögum og síðan hafi 68 smit greinst, þar af 30 í norðurhluta Sydney.
Af þessum sökum er gripið til hertra sóttvarnaráðstafana í Sydney og nú mega að hámarki 10 manns koma saman. Hvað varðar fólksfjölda innanhúss þá má vera ein manneskja á hverja fjóra fermetra og að hámarki 300 manns. Í brúðkaupum mega að hámarki 20 manns dansa í einu og bannað er að syngja á íþróttaviðburðum.
Aðgerðirnar verða endurmetnar á miðvikudaginn og þá verður ákveðið hvernig þeim verður háttað um jólin.