Samkvæmt tilkynningu frá Lundúnalögreglunni kom maður inn í forngripaverslun við Pierrepont Arcade í Islington og ætlaði að kaupa vasa. Ekki fékkst heimild á greiðslukort hans fyrir þeim kaupum og þegar starfsmaður setti vasann aftur í sýningarkassa er talið að maðurinn hafi nýtt tækifærið til að taka úrið sem er 14 karata gullúr með áritun frá Wilson.
Lögreglan birti einnig meðfylgjandi mynd af úrinu.