Borgararáðið samanstendur af 150 Frökkum sem voru valdir tilviljanakennt til setu í því. Það hefur það verkefni að koma með tillögur um hvernig er hægt að draga úr losun CO2. Ráðið hefur sett fram hugmyndir á borð við að lækka leyfðan hámarkshraða og að bæta einangrun húsa í landinu. Aðalverkefni þess hefur síðan í júní verið tillaga um stjórnarskrárbreytingar þannig að ákvæði verði sett inn í hana um kvaðir til aðgerða í loftslagsmálum og um náttúruvernd. Macron hefur tekið flestum tillögum ráðsins vel en hefur þó beitt neitunarvaldi gegn nokkrum, þar á meðal um að leyfður hámarkshraði á hraðbrautum landsins verði lækkaður í 110 km/klst úr 130 km/klst.
Hann setti borgararáðið á laggirnar í kjölfar krafna um meira „beint lýðræði“ í kjölfar mótmæla Gulu vestanna 2018 og 2019.