fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Macron vill setja ákvæði um loftslagsmál í frönsku stjórnarskrána

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. desember 2020 08:00

Emmanuel Macron.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, vill að í fyrstu grein frönsku stjórnarskráarinnar komi fram að landið sé skuldbundið til að berjast gegn loftslagsbreytingunum og til að vernda náttúruna. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti fyrir borgararáð á mánudaginn um loftslagsmálin. Hann sagðist stefna að þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni til að koma þessu inn í hana. Áður en hægt er að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu verða bæði efri og neðri deild þingsins að samþykkja breytinguna.

Borgararáðið samanstendur af 150 Frökkum sem voru valdir tilviljanakennt til setu í því. Það hefur það verkefni að koma með tillögur um hvernig er hægt að draga úr losun CO2. Ráðið hefur sett fram hugmyndir á borð við að lækka leyfðan hámarkshraða og að bæta einangrun húsa í landinu. Aðalverkefni þess hefur síðan í júní verið tillaga um stjórnarskrárbreytingar þannig að ákvæði verði sett inn í hana um kvaðir til aðgerða í loftslagsmálum og um náttúruvernd. Macron hefur tekið flestum tillögum ráðsins vel en hefur þó beitt neitunarvaldi gegn nokkrum, þar á meðal um að leyfður hámarkshraði á hraðbrautum landsins verði lækkaður í 110 km/klst úr 130 km/klst.

Hann setti borgararáðið á laggirnar í kjölfar krafna um meira „beint lýðræði“ í kjölfar mótmæla Gulu vestanna 2018 og 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2