fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Þeim sem neita að láta bólusetja sig við kórónuveirunni verður hugsanlega meinaður aðgangur að mörgum stöðum, segir ráðherra

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 22:00

Nadhim Zahawi. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nadhim Zahawi, ráðherra bólusetninga í Bretlandi, segir að þeim sem ekki vilja láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, verði hugsanlega meinaður aðgangur að mörgum stöðum. Til dæmis geti svo farið að sjúkrahús muni krefjast staðfestingar á að fólk hafi verið bólusett áður en það fær aðgang að þeim.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Zahawi telji það réttu leiðina að hafa valfrjálst hvort fólk lætur bólusetja sig gegn veirunni.  „Fólki verður leyft að ráða hvort það vill láta bólusetja sig eða ekki. En ég held að þau sterku skilaboð sem við munum sjá séu að þetta sé leiðin til að þjóðin geti snúið aftur til fyrri hátta. Það er gott fyrir fjölskyldu þína, það er gott fyrir samfélagið og það er gott fyrir landið þitt að láta bólusetja sig,“ sagði hann.

Hann staðfesti að ríkisstjórnin væri að skoða hvort gefa eigi út sérstök „ónæmisvegabréf“ svo fólk geti sannað að það hafi verið bólusett.

BBC hefur eftir honum að hann telji líklegt að veitingastaðir, barir og kvikmyndahús og aðrir staðir muni líklega fara fram á að sjá „ónæmisvegabréf“ til að fá staðfestingu á að fólk hafi verið bólusett.

Þegar hann var spurður hvort þeir, sem ekki láta bólusetja sig, megi eiga von á að upplifa hömlur í hinu daglega lífi sagði hann: „Ég held að fólk verði að taka ákvörðun. En ég held að líklega muni margir þjónustuaðilar vilja notast við þetta eins og smitappið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn