Flestir hinna látnu voru ferðamenn frá Ástralíu, Bandaríkjunum og Malasíu sem voru í siglingu með skemmtiferðaskipi.
Það er vinnueftirlitið, Worksafe, á Nýja-Sjálandi sem fer með málið. Niðurstaða þess er að 10 fyrirtæki og 3 aðilar hafi ekki fylgt þeim reglum og staðið undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíldi með því að fara með ferðamennina til White Island.
„Þetta var óvæntur atburður en það þýðir ekki að ekki hafi verið hægt að segja fyrir um hann og ferðaþjónustuaðilum ber skylda til að vernda þá sem eru á þeirra vegum,“ segir Phil Parkes, forstjóri Worksafe.
Málið verður tekið fyrir dóm 15. desember. Fyrir fyrirtækin er þyngsta mögulega refsing sekt upp á sem nemur um 130 milljónum íslenskra króna fyrir hvert. Hvað varðar einstaklingana er hámarksrefsingin sekt upp á sem nemur um 40 milljónum íslenskra króna.