fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Metfjöldi blaðamanna handtekinn í heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. desember 2020 18:30

Erdoğan, Tyrklandsforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einræðisherrar og alræðisstjórnir hafa reynt að stýra umræðunni um heimsfaraldur kórónuveirunnar með því að láta handtaka blaðamenn. Metfjöldi blaðamanna hefur verið handtekinn á árinu og fangelsaður til að draga úr umfjöllun um faraldurinn eða annað honum tengt, til dæmis óeirðir og samfélagslegan óróa.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá óháðu samtökunum Committee to Protect Journalists (CPJ) sem vinna að fjölmiðlafrelsi. Til 1. desember voru að minnsta kosti 274 blaðamenn handteknir. Þeir hafa aldrei verið fleiri frá því að CPJ hóf skráningar sínar í byrjun tíunda áratugarins. Á síðasta ári voru 250 blaðamenn settir í fangelsi.

Í skýrslunni kemur fram að ástæðan fyrir mörgum handtökum á þessu ári hafi aðallega verið vegna mótmæla og pólitískrar spennu. Flestar handtökurnar hafa átt sér stað í Kína, Tyrklandi, Egyptalandi og Sádi-Arabíu. Tveir blaðamenn, hið minnsta, hafa látist eftir að hafa smitast af kórónuveirunni á meðan þeir voru í haldi.

„Það er mikið áfall og viðbjóðslegt að sjá að metfjöldi blaðamanna er handtekinn í miðjum heimsfaraldri,“ sagði Joel Simon forstjóri CPJ í yfirlýsingu.

CPJ segir að skortur á alþjóðlegum leiðtogum og lýðræðislegum gildum og sérstaklega árásir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, á fjölmiðla sé ástæðan fyrir að einræðisherrar og alræðisstjórnir hafi ráðist harkalega gegn blaðamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona léttist þú hraðast

Svona léttist þú hraðast