fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Leggja til að flugfarþegar hætti að fá mat um borð til að draga úr matarsóun

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. desember 2020 20:30

Vél frá Japan Airlines. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japan Airlines (JAL) biður suma farþega sína um að taka „siðferðislegt val“ með því að sleppa því að borða um borð í flugvélum félagsins. Talsmaður félagsins segir að þetta snúist ekki um sparnað heldur sé verið að reyna að draga úr matarsóun.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta „siðferðislega val“ sé aðeins í boði í ákveðnum næturflugi innan Asíu því margir farþegar kjósi að sofa allt flugið og sleppa því að vakna til að fá mat. Þar sem flugfélagið útbýr mat handa öllum farþegunum þá kallar það á matarsóun að útbúa mat fyrir þá sem sofa allt flugið.

Hugmyndin að þessu er sótt til Sustainable Development Goals (sjálfbærra þróunarmarkmiða) Sameinuðu þjóðanna sem snúast meðal annars um að draga úr matarsóun um allan heim. Í Japan hafa þessi markmið hleypt af stað keppni hjá mörgum fyrirtækjum um að uppfylla þau.

JAL prófaði þetta fyrst á flugleiðinni á milli Bangkok í Taílandi og Haneda flugvallarins í Tókýó í nóvember en það er tæplega sex klukkustunda flug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“