fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Leggja til að flugfarþegar hætti að fá mat um borð til að draga úr matarsóun

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. desember 2020 20:30

Vél frá Japan Airlines. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japan Airlines (JAL) biður suma farþega sína um að taka „siðferðislegt val“ með því að sleppa því að borða um borð í flugvélum félagsins. Talsmaður félagsins segir að þetta snúist ekki um sparnað heldur sé verið að reyna að draga úr matarsóun.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta „siðferðislega val“ sé aðeins í boði í ákveðnum næturflugi innan Asíu því margir farþegar kjósi að sofa allt flugið og sleppa því að vakna til að fá mat. Þar sem flugfélagið útbýr mat handa öllum farþegunum þá kallar það á matarsóun að útbúa mat fyrir þá sem sofa allt flugið.

Hugmyndin að þessu er sótt til Sustainable Development Goals (sjálfbærra þróunarmarkmiða) Sameinuðu þjóðanna sem snúast meðal annars um að draga úr matarsóun um allan heim. Í Japan hafa þessi markmið hleypt af stað keppni hjá mörgum fyrirtækjum um að uppfylla þau.

JAL prófaði þetta fyrst á flugleiðinni á milli Bangkok í Taílandi og Haneda flugvallarins í Tókýó í nóvember en það er tæplega sex klukkustunda flug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga