CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta „siðferðislega val“ sé aðeins í boði í ákveðnum næturflugi innan Asíu því margir farþegar kjósi að sofa allt flugið og sleppa því að vakna til að fá mat. Þar sem flugfélagið útbýr mat handa öllum farþegunum þá kallar það á matarsóun að útbúa mat fyrir þá sem sofa allt flugið.
Hugmyndin að þessu er sótt til Sustainable Development Goals (sjálfbærra þróunarmarkmiða) Sameinuðu þjóðanna sem snúast meðal annars um að draga úr matarsóun um allan heim. Í Japan hafa þessi markmið hleypt af stað keppni hjá mörgum fyrirtækjum um að uppfylla þau.
JAL prófaði þetta fyrst á flugleiðinni á milli Bangkok í Taílandi og Haneda flugvallarins í Tókýó í nóvember en það er tæplega sex klukkustunda flug.