fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Þrjóskur fjársjóðsleitarmaður – Hefur verið fimm ár í fangelsi fyrir að neita að segja hvar fjársjóðurinn er

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. desember 2020 21:30

Mynd úr safni. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamaðurinn og fjársjóðsleitarmaðurinn Tommy Thompson hefur setið í fangelsi í fimm ár fyrir að neita að upplýsa hvar 500 gullpeningar, sem fundust í skipsflaki, eru. Hann situr í sjálfu sér ekki inni fyrir lögbrot heldur fyrir vanvirðingu við dómstólinn með því að skýra ekki frá hvar peningarnir eru. Venjulega situr fólk ekki lengur í fangelsi en 18 mánuði fyrir að sýna dómstólum vanvirðingu en mál hans sker sig verulega úr.

En eins og segir í umfjöllun The Guardian þá er ekkert venjulegt við mál Thompson en það tengist fundi SS Central America, þekkt sem Gullskipið, 1988. Skipið sökk undan ströndum Suður-Karólínu 1857 þegar það lenti í fellibyl. Um borð voru mörg þúsund gullmyntir.

Þrátt málsóknir frá fjárfestum og dómsúrskurði alríkisdómstóls þá neitar Thompson að aðstoða yfirvöld við að finna peningana.

161 fjárfestir greiddi honum 12,7 milljónir dollara fyrir að finna skipið en fengu aldrei nein svör um árangur leitarinnar og stefndu Thompson að lokum fyrir dóm. Alríkisdómari skipaði honum að mæta fyrir dóm 2012 og skýra frá hvar gullpeningarnir eru. En Thompson mætti ekki og flúði til Flórída þar sem hann faldi sig á hóteli, með unnustu sinni, nærri Boca Raton. Alríkislögreglumenn höfðu uppi á honum snemma árs 2015 og handtóku. Thompson játaði að hafa ekki mætt fyrir dóm og var dæmdur í tveggja ára fangelsi og 250.000 dollara sekt. Einnig var kveðið á um það í samkomulagi, sem hann gerði við dóminn, að hann ætti að aðstoða yfirvöld við að finna gullpeningana en yfirvöld telja þá 2 til 4 milljóna dollara virði.  En Thompson hefur neitað að gera þetta og í desember 2015 úrskurðaði dómari að hann hefði vanvirt dóminn og fyrirskipaði að hann verði áfram í fangelsi og greiði 1.000 dollara í sekt daglega þar til hann virðir samkomulagið. Thompson kom síðast fyrir dóm í október síðastliðnum þar sem hann var spurður hvort hann sé reiðubúinn til að virða samkomulagið. Hann sagðist þá ekki vita hvar gullpeningarnir eru. Hann situr því enn í fangelsinu sem hann hefur setið í síðustu 1.700 daga og skuldar rúmlega 1,8 milljónir dollara í dagsektir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga