Þeir fundu 100 sinnum meira af kórónuveirunni í sýnum sem voru tekin í síðustu viku en í vikunni þar á undan. Magnið var 60 sinnum meira en í febrúar og mars þegar fyrsta bylgja faraldursins náði hámarki í Svíþjóð.
„Ég fæ í magann við að hugsa út í þetta. Þetta getur endað með hreinum hamförum,“ hefur Gautaborgarpósturinn eftir Heléne Norder, faraldsfræðingi og prófessor í örverufræði við læknadeild Gautaborgarháskóla.
„Það er mikið áhyggjuefni að svo margir þeirra sem eru smitaðir vita það ekki því þeir eru einkennalausir. Ég óttast að smitum muni fjölga um jól og áramót,“ sagði hún.