fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Pressan

Cher með skýr skilaboð – „Ég hef aldrei hatað neinn svona mikið“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. desember 2020 12:13

Cher er ekki sátt við Donald Trump. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska söng- og leikkonan Cher er ekkert að skafa utan af því þegar talið berst að Donald Trump, forseta, en augljóst er að þessari 74 ára listakonu fellur ekki við forsetann. „Ég hata hann,“ er lýsing hennar á eigin afstöðu til forsetans.

Þetta sagði hún í viðtali við breska dagblaðið The Guardian. Hún hefur ekki farið leynt með óbeit sína á Trump á valdatíma hans en viðbrögð hans, eða öllu heldur skortur á þeim, við heimsfaraldri kórónuveirunnar voru kornið sem fyllti mælinn. „Í heimalandi mínu heldur forsetinn að þetta snerti hann ekki. Honum finnst hann ekki bera ábyrgð á að hjálpa okkur,“ sagði hún meðal annars.

Nú hafa rúmlega 300.000 Bandaríkjamenn látist af völdum kórónuveirunnar og enn sér ekki fyrir endann á hörmungunum. „Það er eins og 200.000 dánir séu ekki nóg blóðbað og eymd fyrir Trump,“ tísti hún fyrr á árinu um aðgerðaleysi Trump.

Í viðtalinu sagðist hún ætla að dansa af fögnuði ef Trump verður dreginn fyrir dóm þegar hann hefur yfirgefið Hvíta húsið en sérfræðingar telja að ákærur og einkamál bíði hans þegar hann nýtur ekki lengur friðhelgi sem forseti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Í gær

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi