BBC skýrir frá þessu. Segir miðillinn að Scott hafi í bloggfærslu sagt að hún vilji aðstoða Bandaríkjamenn sem eiga í erfiðleikum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hún er átjánda ríkasta manneskja heim en auður hennar er talinn nema rúmlega 60 milljörðum dollara. Stóran hluta auðsins fékk hún þegar hún skildi við Jeff Bezos, stofnanda Amazon, en hann er ríkasti maður heims.
Í bloggfærslunni sagðist hún hafa valið 380 góðgerðasamtök sem hún gaf fé til en valið stóð á milli 6.500 samtaka. „Fjárhagslegt tap og versnandi heilsufar hefur komið verst niður á konum, á lituðu fólki og fátæku fólki. Á sama tíma hefur auður ríkustu milljarðamæringanna aukist,“ skrifaði hún.
Í júlí gaf hún 116 góðgerðasamtökum 1,7 milljarða dollara og því hefur hún gefið tæplega 6 milljarða dollara til góðgerðarmála á árinu.