fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Fjórði hver jarðarbúi gæti þurft að bíða til 2022 eftir bólusetningu gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 06:55

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstum fjórði hver jarðarbúi gæti þurft að bíða allt til 2022 eftir fá bólusetningu gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Ástæðan er að ríku löndin, þar sem tæplega 15% mannkyns býr, hafa tryggt sér 51% af þeim skömmtum sem eru í boði af bóluefnum sem þykja lofa bestum árangri.

Þetta þýðir að lágtekju og millitekjulönd, þar sem rúmlega 85% mannkyns býr, verða að skipta afganginum sín á milli.

Vísindamenn við Johns Hopkins Bloomberg School of Public Health í Baltimore skýrðu frá þessu á þriðjudaginn. Þeir segja að til að hægt sé að takast á við faraldurinn á áhrifaríkan hátt verði ríku löndin „að taka þátt í réttlátri skiptinu bóluefna gegn COVID-19 um allan heim“.

Vísindamennirnir segja einnig að óvissan um aðgengi allra að bóluefnum tengist ekki bara því að enn standi klínískar tilraunir yfir heldur einnig því að ríkisstjórnir og lyfjaframleiðendur hafa ekki gætt nægilega vel að gegnsæi og ábyrgð við gerð samninga um kaup og sölu á bóluefnum.

15. nóvember höfðu ríku löndin pantað tæplega 7,5 milljarða skammta af bóluefnum gegn COVID-19 frá 13 framleiðendum. Meðal þessara landa eru Japan, Ástralía og Kanada sem hafa samtals pantað einn milljarð skammta.

Vísindamennirnir segja að jafnvel þótt lyfjaframleiðendurnir geti starfað á fullum afköstum verði fjórðungur mannkyns að bíða í eitt ár eða lengur eftir að fá bólusetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi