fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Beikonskortur yfirvofandi í Noregi – Afleiðing kórónuveirufaraldursins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 19:30

Beikon er vinsælt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Frystarnir eru tómir og framleiðslan er minni en eftirspurnin“ sagði Tor Erik Aag, forstjóri Kolonial.no sem sér um matvæladreifingu í Noregi, um stöðuna hvað varðar beikon í landinu í samtali við Nettavisen.

Hann hvatti landa sína til að taka því rólega þegar þeir versla í matinn og sleppa því að hamstra beikon. „Það er stöðugt verið að framleiða beikon svo það er engin ástæða til að hamstra. Það getur þó komið fyrir öðru hvoru að það sé uppselt og það verður minna framboð um hríð,“ sagði hann einnig.

Eftirspurnin eftir beikoni er sérstaklega mikil nú á aðventunni því vinsælt er að borða beikon með heitri lifrarkæfu eða nota það í salöt eða aðra rétti. En hugsanlega verða norskir matgæðingar að sætt sig við að fá ekki nóg beikon þetta árið.

Ástæðuna fyrir þessum beikonskorti má að sögn rekja beint til heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Norðmenn fara yfirleitt í stórum stíl til Svíþjóðar að versla kjöt og þar með beikon. En vegna kórónuveirunnar hefur dregið mjög úr slíkum verslunarferðum og því er meiri eftirspurn eftir beikoni í Noregi en venjulega.

Tor Erik Aag sagði að innflutningur á beikoni hjálpi til við að laga stöðuna en birgjar telji að staðan verði ekki orðin góð fyrr en  í lok janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur