Buffett sagði fyrr á árinu að hann ætlaði ekki að veita nein viðtöl fyrr en fjárfestingafélag hans, Berkshire Hathaway, heldur aðalfund næsta vor. En honum finnst greinilega að málefnið sé svo alvarlegt að hann ræddi það við CNBC. „Þetta er efnahagslegt stríð,“ sagði hann meðal annars.
Stjórnmálamenn hafa ekki náð saman um nýja hjálparpakka fyrir lítil fyrirtæki í landinu og eru þau því í mikilli óvissu.
Hann hvatti þingmenn til að lengja þær stuðningsaðgerðir sem var ýtt úr vör í vor. „Mér finnst að landið skuldi milljónum eigenda lítilla fyrirtækja það. Framlengið þetta og komið okkur í gegnum þetta,“ sagði hann.