fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Var hann valdur að dauða Díönu prinsessu og Michael Jackson?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 06:22

Díana prinsessa í viðtalinu við Bashir. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski blaðamaðurinn Martin Bashir varð heimsþekktur og auðgaðist mjög eftir einkaviðtöl við Díönu prinsessu og síðan poppgoðið Michael Jackson. Díana lést 1997 og Jackson 2009. Nú vilja sumir meina að viðtöl Bashir við þau hafi átt stóran þátt í andlátum þeirra.

Breska hirðin, BBC (sem Bashir starfar hjá), fjölskylda Díönu prinsessu, lögmaður og aðdáendur um allan heim spyrja sig sömu spurningarinnar: Var Martin Bashir svo ákafur í að verða frægur að hann var reiðubúinn til að ljúga og þar með stefna lífi viðmælenda sinna í hættu til þess að fá skúbbið sitt?

Brian Oxman, fyrrum lögmaður Michael Jackson, segir að enginn vafi sé á að Bashir hafi blóðugar hendur. „Fyrst eyðilagði Bashir Díönu og síðan eyðilagði hann Michael Jackson. Martin Bashir er með blóðugar hendur,“ sagði Oxman í samtali við The Daily Mirror.

Charles Spencer, bróðir Díönu, segir að sönnunargögn, tengd viðtali Bashir við Díönu, séu mörg og hræðileg.

Í miðjum skilnaðinum við Karl prins var Díana að sögn ansi nærri því að fá taugaáfall. Hún vildi ekki ræða við fjölmiðla en Bashir var með tromp uppi í erminni. Hann bað Matt Wiessler, grafískan hönnuð, um að útbúa fölsk bankagögn og önnur skjöl sem sýndu ranglega að Díana gæti hvorki treyst bróður sínum né lífvörðum sínum. Í þessum fölsuðu skjölum kom fram að lífvörðunum hefði verið greitt fyrir að leka upplýsingum til fjölmiðla. Þegar Díana sá þetta samþykkti hún að mæta í viðtal hjá Bashir. Rúmlega 500 milljónir manna sáu viðtalið og Bashir varð ríkur. Einn af þeim sem horfðu á viðtalið við Díönu var Michael Jackson.

Eftir opinskátt viðtalið við Díönu bauð Michael Jackson Bashir heim til sín til Neverland í Kaliforníu. Bashir lofaði Jackson að þátturinn yrði „100% jákvæður“. Í atriðum, sem voru klippt úr viðtalinu, hrósaði Bashir Jackson eiginlega fyrir uppeldisaðferðir hans og samskipti hans við börn en eins og kunnugt er er Jackson sakaður um að hafa misnotað börn kynferðislega. „Það er næstum því töfrum líkt samband á milli þín og barnanna. Það er hneykslanlegt ef einhver gefur í skyn að sambandið sé ekki saklaust,“ sagði Bashir í þessum atriðum en starfsfólk Jackson birti þau síðar.

Michael Jackson

Hrósið virðist hafa orðið til að Jackson treysti honum blint og í viðtalinu játaði poppgoðið að hann svæfi oft í rúmi með drengjum sem kæmu í heimsókn. Og þar með gekk hann í gildruna sem Bashir hafði lagt fyrir hann. Í stað þess að þátturinn væri „100% jákvæður“ fjallaði Bashir um Jackson og Neverland út frá því sjónarmiði að Neverland væri hættulegur staður fyrir börn. Brian Oxman segir að öll þau atriði þar sem Bashir smjaðraði fyrir Jackson hafi verið klippt út. Eftir stóð þátturinn „Living With Michael Jackson“ sem að mati aðdáenda, ættingja og lögmanna Jackson eyðilagði líf hans.

En hvernig urðu þessi tvö viðtöl völd að dauða Díönu og Jackson? Skýringin sem sett hefur verið fram er að eftir að Bashir lagði fölsuðu skjölin fyrir Díönu hafi hún ekki treyst lífvörðum sínum og því hafi aðeins öryggisverðir unnusta hennar, Dodi Fayed, verið með í för kvöldið örlagaríka í París þegar hún lést í bílslysi. Charles Spencer segir að lífverðir hennar hefðu aldrei leyft að ekið væri svo hratt sem raunin var þetta örlagaríka kvöld og hvað þá að ökumaðurinn væri ölvaður. „Það voru lygar og græðgi Martin Bashir sem óbeint urðu systur minni að bana,“ sagði Spencer að sögn CNN.

Í tilfelli Jackson eru tengslin að sögn enn greinilegri því ummæli Jackson í þætti Bashir voru grunnurinn að réttarhöldum yfir honum 2005 þar sem hann var sakaður um barnaníð. Hann var sýknaður af öllum ákæruatriðum en fjölskylda hans segir að hann hafi aldrei jafnað sig á þessu og hafi verið breyttur maður á eftir. „Lygar Martin Bashir juku á einmanaleika og lyfjanotkun Michael Jackson. Það voru lyfjanotkunin og einmanaleiki sem urðu Michael Jackson að bana,“ sagði Oxman í samtali við The Mirror.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans