fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Starfsfólk vantar á nær öll háskólasjúkrahúsin í Svíþjóð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 18:31

Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar veldur miklu álagi á sænsk sjúkrahús og er álagið svo mikið að þau eru komin að þolmörkum. Á mörg þeirra vantar einnig mikið af starfsfólki og það á við um sex af tíu háskólasjúkrahúsum landsins.

Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Mest vantar hjúkrunarfræðinga til starfa. Starfsfólk sjúkrahúsanna hefur ítrekað verið beðið um að vinna aukavinnu og það oft á tíðum mikla.

Öll háskólasjúkrahúsin, nema í Örebro, hafa þurft að ráða afleysingafólk til starfa og fresta fyrirhuguðum aðgerðum. Á háskólasjúkrahúsinu í Uppsala hættu 415 hjúkrunarfræðingar og læknar störfum á fyrstu 10 mánuðum ársins en þetta eru 72 fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Anna Wadenhov, starfsmannastjóri sjúkrahússins, sagði að allir óttist að starfsfólkið geti ekki staðið undir þeirri byrði sem er lögð á heilbrigðiskerfið þessa dagana. „Staðan núna er næstum verri en í vor,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“