fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Sænska kerfið hefur brugðist gömlu fólki í heimsfaraldrinum – Mörg þúsund hafa látist

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 06:59

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg þúsund eldri borgarar í Svíþjóð hafa látist af völdum COVID-19. Stór hluti þeirra bjó á dvalarheimilum, íbúðum fyrir aldraða eða naut heimahlynningar þegar heimsfaraldurinn skall á. Í nýrri skýrslu kemur skýrt fram að yfirvöld hafi brugðist þessu fólki og Stefan Löfven, forsætisráðherra, viðurkennir að yfirvöld hafi brugðist.

Það er sérstök rannsóknarnefnd sem hefur komist að þessari niðurstöðu en hún hefur skilað af sér fyrsta hluta skýrslu um viðbrögð yfirvalda við heimsfaraldrinum. Í skýrslunni kemur fram að kerfið hafi ekki verið undir það búið að takast á við heimsfaraldurinn. Einnig kemur fram að kerfið, tengt umönnun aldraðra, hafi lengi glímt við skipulagsvanda. Á því beri núverandi ríkisstjórn Stefan Löfven og fyrri ríkisstjórnir ábyrgð. Löfven sagðist sammála þessu á fréttamannafundi í gær. „Það væri undarlegt eftir faraldur sem þennan ef við drægjum ekki ályktanir af honum og kæmumst að því að það þurfi að gera hluti öðruvísi,“ sagði hann.

Yfirvöld hafa viðurkennt að þau hefðu átt að vera fyrri til að banna heimsóknir á dvalarheimili og íbúðir aldraðra.

Löfven sagði í gær að hann væri ekki búinn að lesa skýrsluna og vilji því bíða með að tala meira um hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi. Hann vildi heldur ekki svara spurningu um hvort skýrslan muni hafa pólitískar afleiðingar.

Frá 1. mars til 23. nóvember létust 3.002 íbúar á dvalarheimilum aldraðra og í þjónustuíbúðum fyrir aldraða af völdum COVID-19. 1.696 til viðbótar, sem nutu heimahlynningar, létust einnig að sögn Sænska ríkisútvarpsins. Í heildina hafa rúmlega 7.500 látist af völdum COVID-19 í Svíþjóð, 94% þeirra eru eldri en 65 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“