fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Hélt að hún væri ættleidd – Sannleikurinn var skelfilegur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 05:37

Belle Barbu. Mynd:Operation Underground Railroad

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Belle Barbu, 26 ára bandarísk kona, skrifaði færslu í hóp á Facebook átti hún ekki von á að það myndi snúa lífi hennar algjörlega á hvolf og setja fortíð hennar algjörlega í nýtt ljós. En það var einmitt það sem gerðist.

Belle hafði alla tíð talið að hún hefði verið ættleidd af kjörforeldrum sínum þegar hún var kornabarn en sannleikurinn var flóknari en svo. Hún skýrði nýlega frá þessu í viðtali við The Sun. Það var staðreynd að hún hafði verið ættleidd en sagan á bak við ættleiðinguna var ekki alveg eins og henni hafði verið sagt.

Belle, sem ólst upp í Utah, vissi strax frá unga aldri að hún skar sig úr. Hún var dökkhærð með krullur en foreldrar hennar ljóshærðir. Þegar hún var átta ára sögðu foreldrar hennar henni að þau hefðu ættleitt hana frá Rúmeníu og að líffræðilegir foreldrar hennar hefðu ekki viljað hafa hana.

Belle á barnsaldri. Mynd:Operation Underground Railroad

Eftir því sem árin liðu slitnaði upp úr sambandi Belle við kjörforeldra sína og sú hugsun sótti alltaf á hana að hún vildi vita meira um uppruna sinn. Í júní á síðasta ári fann hún Facebookhóp sem hefur það að markmiði að aðstoða ættleidda Rúmena við að hafa upp á líffræðilegum foreldrum sínum og fjölskyldum. „Ég var taugaóstyrk þegar ég deildi aldri mínum og nafni og ég var hissa þegar ég fékk svar nær samstundis,“ sagði hún í samtali við The Sun.

Einn af stjórnendum hópsins þekkti sjaldgæft eftirnafn Belle og eftir aðeins 48 klukkustundir var Belle komin í samband við ungan mann, Moise, sem reyndist vera yngri bróðir hennar. Hann sagði henni að hún ætti tvær eldri systur og að foreldrar þeirra, Margari og Zambila, búi nú nærri Róm á Ítalíu. Þremur vikum síðar ræddi hún við móður sína í síma með aðstoð túlks. Þá heyrði hún loksins réttu útgáfuna af hvernig hún endaði í Bandaríkjunum.

Þegar hún fæddist 1994 voru foreldrar hennar mjög fátækir og bjuggu í tjöldum. Læknar sögðu þeim að Belle væri mjög veik þegar hún fæddist og var hún því lögð inn á sjúkrahús en foreldrarnir sendir heima. Þegar þau komu aftur var þeim sagt að hún hefði dáið. Á leið út af sjúkrahúsinu sagði hjúkrunarfræðingur þeim að Belle hefði verið rænt og hún seld. Þar hefðu líklegast skipulögð glæpasamtök verið að verki. Foreldrarnir reyndu mánuðum saman að hafa uppi á henni en án árangurs og að lokum neyddust þau til að gefast upp.

Belle Barbu hitti fjölskyldu sína á Ítalíu. Mynd:Operation Underground Railroad

„Hún sagði stöðugt „afsakið“ og að þau hefðu reynt að finna mig. Að þau hefðu beðið fyrir mér daglega,“ sagði Belle við The Sun.

Hún komst síðan í samband við samtökin Operation Underground Railroad sem aðstoða fórnarlömb mansals. Samtökin sáu til þess að dna-sýni voru tekin úr Belle og fjölskyldu hennar til að hægt væri að staðfesta að þau væru skyld og svo reyndist vera. Í nóvember á síðasta ári hitti Belle síðan fjölskyldu sína á nýjan leik.

Operation Underground Railroad gerðu myndbandið hér fyrir neðan en þar er Belle í aðalhlutverki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“