Nú hefur Pornhub ákveðið að bregðast við þessu að sögn Vice. Áður höfðu greiðslukortafyrirtækin Visa og Mastercard tilkynnt að þau hætti samstarfi við Pornhub og muni ekki lengur samþykkja greiðslur til fyrirtækisins. Pornhub hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun og bendir á að fyrirtækið hafi brugðist við því sem kemur fram í grein New York Times.
Árlega er um 6,8 milljónum nýjum klámmyndböndum bætt við á Pornhub en ekki er farið nægilega vel yfir margt af þessu efni að því er segir í umfjöllun New York Times.
Pornhub hefur tilkynnt að nú geti „óstaðfestir“ notendur ekki lengur sett efni inn á vefinn og nú er komið að næsta skrefi sem er að eyða öllu því efni sem „óstaðfestir“ notendur hafa sett inn en það eru að sögn 7 til 10 milljónir myndskeiða.