Nú hafa 14 starfsmenn og 61 íbúi greinst með veiruna að sögn belgíska miðilsins VRT. Nú er unnið að því að ná stjórn á ástandinu á dvalarheimilinu en enginn hefur látist af völdum veirunnar enn sem komið er.
Belgía hefur farið illa út úr heimsfaraldrinum og er meðal þeirra landa þar sem flestir hafa smitast og látist hlutfallslega.