fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Hafa fundið nýtt afbrigði kórónuveirunnar í Bretlandi – Dreifir sér enn hraðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 05:29

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst þar í landi. Það dreifir sé að sögn hraðar en ekki hefur verið sýnt fram á að fólk verði veikara af þessu afbrigði en öðrum afbrigðum veirunnar eða að bóluefni virki ekki gegn því að hans sögn.

BBC skýrir frá þessu. „Við verðum því miður að grípa til skjótra og afgerandi aðgerða því það er nauðsynlegt til að hafa stjórn á þessum banvæna sjúkdómi,“ sagði Hancock í samtali við BBC.

Þetta nýja afbrigði hefur fundist í suðurhluta Englands og hafa um 1.000 manns greinst með það. Sky News segir að þetta nýja afbrigði hafi fyrst fundist í Kent. Bresk yfirvöld hafa tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO um þetta afbrigði.

Það er ekki óalgengt að veirur stökkbreytist og geta stökkbreytt afbrigði valdið mildari veikindum, svipuðum eða verri. Ef stökkbreytingin er ekki mjög mikil ætti hún ekki að hafa áhrif á virkni bóluefna.

Stökkbreyting er þegar varanleg breyting verður í erfðaefni veirunnar sem hefur það að markmiði að dreifa sér eins mikið og hún getur og því verður hún að laga sig að þeim sýkta, í tilfelli kórónuveirunnar er það fólk, þannig að hún geti fjölgað sér.

Thomas Moore, sérfræðingur Sky News í heilbrigðismálum, segir að stökkbreytt afbrigði veirunnar þurfi ekki endilega að vekja áhyggjur. Hér sé um veiru að ræða sem stökkbreytist aðra hverja viku og hafi gert frá upphafi. Flestar þessara stökkbreytinga hafi ekki haft nein áhrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift