fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Pressan

Hafa fundið nýtt afbrigði kórónuveirunnar í Bretlandi – Dreifir sér enn hraðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 05:29

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst þar í landi. Það dreifir sé að sögn hraðar en ekki hefur verið sýnt fram á að fólk verði veikara af þessu afbrigði en öðrum afbrigðum veirunnar eða að bóluefni virki ekki gegn því að hans sögn.

BBC skýrir frá þessu. „Við verðum því miður að grípa til skjótra og afgerandi aðgerða því það er nauðsynlegt til að hafa stjórn á þessum banvæna sjúkdómi,“ sagði Hancock í samtali við BBC.

Þetta nýja afbrigði hefur fundist í suðurhluta Englands og hafa um 1.000 manns greinst með það. Sky News segir að þetta nýja afbrigði hafi fyrst fundist í Kent. Bresk yfirvöld hafa tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO um þetta afbrigði.

Það er ekki óalgengt að veirur stökkbreytist og geta stökkbreytt afbrigði valdið mildari veikindum, svipuðum eða verri. Ef stökkbreytingin er ekki mjög mikil ætti hún ekki að hafa áhrif á virkni bóluefna.

Stökkbreyting er þegar varanleg breyting verður í erfðaefni veirunnar sem hefur það að markmiði að dreifa sér eins mikið og hún getur og því verður hún að laga sig að þeim sýkta, í tilfelli kórónuveirunnar er það fólk, þannig að hún geti fjölgað sér.

Thomas Moore, sérfræðingur Sky News í heilbrigðismálum, segir að stökkbreytt afbrigði veirunnar þurfi ekki endilega að vekja áhyggjur. Hér sé um veiru að ræða sem stökkbreytist aðra hverja viku og hafi gert frá upphafi. Flestar þessara stökkbreytinga hafi ekki haft nein áhrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu