The Sun skýrir frá þessu. Hákarlinn beit fyrst í brimbrettið og því næst í vinstri fót Herrington. Hákarlinn dró hann síðan niður í sjóinn en sleppti honum síðan.
Í samtali við NBC News sagði Herrington að hann myndi ekki mikið eftir árásinni. „Ég náði aftur taki á brettinu og vissi að ég hafði verið bitinn. En ég man ekki alveg hvað gerðist.“
Móðir hans, Amy Powll, ræddi við fjölmiðla og sagðist vera mjög brugðið. „Cole sagðist ekki einu sinni hafa séð hákarlinn. Skyndilega var hann kominn á kaf. Hann man ekki mikið eftir þessu,“ sagði hún. Hún sagði að áverkarnir á fætinum væru frá litlu tá að hælnum og einnig sé hann með áverka á lærinu. „Það lítur út fyrir að hákarlinn hafi sleppt og síðan nuddast utan í lærið. Þetta líkist hakki,“ sagði hún.
Herrington fann ekki fyrir neinum sársauka þegar hákarlinn réðst á hann. Hann þakkar öðru brimbrettafólki fyrir björgunina en það áttaði sig fljótt á að ráðist hafði verið á hann og hringdi í neyðarlínuna. Fólkið kom honum síðan í land og veitti honum fyrstu hjálp þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang og fluttu hann á sjúkrahús. Þar fór hann fljótlega í aðgerð.