fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Bitinn af hvíthákarli – „Þetta líkist hakki“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 21:01

Cole Herrington. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunnudaginn 6. desember var Cole Herrington, 20 ára, á brimbretti á svæði sem nefnist The Cove en það er sunnan við Seaside í Oregon í Bandaríkjunum. Svæðið er mjög vinsælt meðal brimbrettafólks.  Skyndilega réðst hvíthákarl á hann þegar hann lá á brimbrettinu með fæturna hangandi niður.

The Sun skýrir frá þessu. Hákarlinn beit fyrst í brimbrettið og því næst í vinstri fót Herrington. Hákarlinn dró hann síðan niður í sjóinn en sleppti honum síðan.

Í samtali við NBC News sagði Herrington að hann myndi ekki mikið eftir árásinni. „Ég náði aftur taki á brettinu og vissi að ég hafði verið bitinn. En ég man ekki alveg hvað gerðist.“

Hlúð að Herrington við ströndina. Mynd:GoFundMe

Móðir hans, Amy Powll, ræddi við fjölmiðla og sagðist vera mjög brugðið. „Cole sagðist ekki einu sinni hafa séð hákarlinn. Skyndilega var hann kominn á kaf. Hann man ekki mikið eftir þessu,“ sagði hún. Hún sagði að áverkarnir á fætinum væru frá litlu tá að hælnum og einnig sé hann með áverka á lærinu. „Það lítur út fyrir að hákarlinn hafi sleppt og síðan nuddast utan í lærið. Þetta líkist hakki,“ sagði hún.

Herrington fann ekki fyrir neinum sársauka þegar hákarlinn réðst á hann. Hann þakkar öðru brimbrettafólki fyrir björgunina en það áttaði sig fljótt á að ráðist hafði verið á hann og hringdi í neyðarlínuna. Fólkið kom honum síðan í land og veitti honum fyrstu hjálp þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang og fluttu hann á sjúkrahús. Þar fór hann fljótlega í aðgerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“