fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Tölvuþrjótar komust inn í tölvukerfi bandarískra ráðuneyta

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. desember 2020 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvuþrjótum tókst að komast inn í tölvukerfi bandarísku viðskipta- og fjármálaráðuneytanna og afla sér aðgangs að hlutum af innra neti þess. Ráðuneytin hafa staðfest þetta. Talið er að tölvuþrjótarnir séu á vegum rússneskra yfirvalda.

New York Times skýrir frá þessu og segir að árásin sé ein sú „fagmannlegasta og kannski sú umfangsmesta í fimm ár“. Fram kemur að svo virðist sem tölvuþrjótarnir hafi haft aðgang að tölvupóstkerfum beggja ráðuneytanna.

Blaðið hefur eftir sérfræðingum í tölvuöryggismálum, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, að næsta víst sé að rússneska leyniþjónustan hafi staðið á bak við árásina. Embættismaður sagði að ekki sé enn ljóst hversu mikið tjón hefur orðið eða hversu miklu magni gagna var stolið. Talið er hugsanlegt að árás tölvuþrjótanna hafi hafist í vor og hafi því staðið yfir stóran hlutan af heimsfaraldri kórónuveirunnar og á meðan kosningabaráttan um forsetaembættið fór fram.

Yfirvöld komust nýlega á snoðir um árásina.

FireEye, sem er eitt stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna í netöryggismálum, tilkynnti í síðustu viku að tölvuþrjótar hefðu brotist inn í tölvukerfi þess. Segir fyrirtækið að þar hafi sömu aðilar verið að verki og brutust inn í tölvukerfi ráðuneytanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi