fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Pressan

Hvar er Esther? „Við höfum ekkert, alls ekkert“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. desember 2020 05:25

Esther Dingley. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert hefur spurst til bresku konunnar Esther Dingley í um þrjár vikur og lögreglan segist vera á byrjunarreit við rannsóknina á hvarfi hennar. Hún hvarf í Pýreneafjöllunum á landamærum Frakklands og Spánar og hefur lögreglan í báðum löndum unnið að rannsókn á hvarfi hennar en er engu nær um hvar hún er eða hvort hún er lífs eða liðin.

The Guardian skýrir frá þessu. „Yfirleitt höfum við eitthvað til að vinna út frá í upphafi rannsóknar en við höfum ekkert. Alls ekkert,“ sagði Jean-Marc Bordinaro hjá frönsku lögreglunni í samtali við blaðið.

Ýmsum möguleikum hefur verið velt upp í tengslum við málið. Lenti Esther í slysi? Varð hún fórnarlamb ofbeldismanns? Ákvað hún sjálf að láta sig hverfa? Bordinaro sagði að allir þessir möguleikar væru til skoðunar en engin svör hafi fengist.

Lögreglan hefur leitað á stóru svæði. Sérþjálfaðir leitarmenn, hundar og þyrlur hafa verið notaðar við leitina. Bordanaro sagði að ef Esther hafi fallið fram af skíðabraut og niður í sprungu sé hugsanlegt að hún finnist ekki fyrr en í vor þegar snjóa leysir.

Esther, sem er 37 ára, og unnusti hennar, Dan Colegate 38 ára, hafa ferðast um Evrópu síðustu sex ár í húsbíl sínum. Þau hafa haldið úti bloggsíðunni EstherandDan.com og Facebooksíðu þar sem þau hafa skýrt frá ferðum sínum. Einnig hafa þau gefið út bækur um ferðalögin.

Esther sást síðast 22. nóvember í Luchonnais í suðvesturhluta Frakklands. Hún var þá nýfarin af stað í mánaðarferðalag ein síns liðs á meðan Dan ætlaði að vera í Gers að gæta bóndabýlis þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi
Pressan
Í gær

Harmleikurinn í Örebro breytti Svíþjóð að eilífu

Harmleikurinn í Örebro breytti Svíþjóð að eilífu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að slökkva á innstungunni fyrir sjónvarpið?

Á að slökkva á innstungunni fyrir sjónvarpið?