fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Dýrkeypt hrekkjavökusamkvæmi hjá sænsku sjúkrahúsi – Fjórir sjúklingar létust

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. desember 2020 07:50

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrekkjavökusamkvæmi í lok október, hjá starfsfólki gjörgæsludeildar fyrir hjartasjúklinga á sjúkrahúsinu í Växjö í Svíþjóð, gæti hafa reynst dýrkeypt. Talið er að fjórir sjúklingar á gjörgæsludeildinni hafi látist í kjölfarið af völdum COVID-19.

Strax eftir samkvæmið lagðist einn veislugestanna í veikindi, hann reyndist vera með COVID-19. Síðan veiktust fleiri starfsmenn gjörgæsludeildarinnar og smit bárust í sjúklinga. Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og vísar í rannsókn sem yfirvöld í Kronoborg gerðu. Fram kemur að fjórir hjartasjúklingar hafi smitast af kórónuveirunni þegar þeir lágu á gjörgæsludeildinni. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá er hrekkjavökusamkvæmið meðal þeirra þátta sem dreifðu smiti á meðal starfsfólks og sjúklinga. „Þetta getur hafa skipt máli en við getum ekki sagt til um það af fullu öryggi. Það var ekkert starfsfólk veikt þegar það fór í samkvæmið en það gæti hafa verið smitað áður,“ er haft eftir Maria Wilts, forstjóra sjúkrahússins.

Samkvæmið var vinnustaðasamkvæmi sem vinnuveitandinn greiddi fyrir. Meðal annars var boðið upp á hlaðborð. Það fór fram 23. október en auk starfsfólks gjörgæsludeildarinnar tóku fleiri starfsmenn Kronoborg þátt í samkvæminu. Talið var að hægt væri að halda það og um leið gæta fyllsta öryggis hvað varðar kórónuveirusmit.

Strax að samkvæminu loknu veiktist einn starfsmanna gjörgæsludeildarinnar og síðan fylgdu fleiri í kjölfarið. Svo slæmt var ástandið um hríð að fækka varð sjúkrarúmum vegna skorts á starfsfólki.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er ekki hægt að segja til um hvort sá sem veiktist fyrst hafi komið faraldrinum af stað á deildinni því einnig hafi komið sjúklingar inn á sjúkrahúsið sem hafi verið með COVID-19. En þó er því slegið föstu í rannsókninni að hjartasjúklingarnir, sem smituðust á gjörgæsludeildinni, hafi líklega smitast af starfsmönnunum. 11 starfsmenn smituðust og 10 sjúklingar og af þeim létust fjórir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til