fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Bóluefnafyrirtækin sjá fram á ótrúlegan gróða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. desember 2020 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bólusetningar gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, er hafnar í Bretlandi og hefjast í Bandaríkjunum í dag. Væntanlega líður ekki á löngu þar til bólusetningar hefjast hér á landi og víðar í Evrópu en það var bóluefnið frá Pfizer og BioNTech sem var það fyrsta til að fá samþykki lyfjaeftirlitsstofnana. Í Bandaríkjunum var veitt leyfi til neyðarnotkunar á því á föstudaginn en enn á eftir að veita endanlegt opinbert leyfi en það er bara formsatriði að sögn Alex Azar, heilbrigðisráðherra.

Pfizer var sem sagt fyrsta lyfjafyrirtækið til að koma bóluefni sínu í umferð en væntanlega er ekki langt í að bóluefni Moderna verði samþykkt af lyfjaeftirlitsstofnunum.

Um mikla fjárhagslega hagsmuni er að ræða en greinendur á Wall Street telja að Pfizer og Moderna muni hafa um 32 milljarða dollara í tekjur af kórónuveirubóluefnum sínum á næsta ári. CNN skýrir frá þessu.

Morgan Stanley, fjárfestingabankinn, telur að Pfizer geti haft um 19 milljarða dollara í tekjur á næsta ári af bóluefninu en bankinn telur að fyrirtækið hafi haft tæplega milljarð dollara í tekjur af því á þessu ári. Að auki reiknar bankinn með að Pfizer fái um 10 milljarða dollara fyrir bóluefnið 2022 og 2023. Ekki má gleyma að þýska lyfjafyrirtækið BioNTech fær hluta af söluverðinu í sinn hlut.

Goldman Sach fjárfestingabankinn reiknar með að tekjur Moderna af bóluefninu verði 13 milljarðar dollara. Það er há upphæð fyrir ungt og frekar lítið fyrirtæki sem fáir þekktu áður en heimsfaraldurinn skall á. Markaðsvirði fyrirtækisins hefur hækkað stöðugt allt árið og er nú um 62 milljarðar dollara. Verð hlutabréfa í því hefur hækkað um 700%. Morgan Stanley telur að helming markaðsverðmætisins megi rekja til kórónuveirubóluefnisins. Rétt er að hafa í huga að á síðasta ári seldi Moderna lyf fyrir 60 milljónir dollara svo vöxturinn er ótrúlegur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga