fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Pressan

Þess vegna er vinstri umferð í Bretlandi og víðar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. desember 2020 17:30

Vinstri umferð er víða við lýði. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar hafa löngum þótt íhaldssamir og ekki mjög viljugir til að breyta einhverju eða innleiða nýjungar. Vinstri umferðin hefur stundum verið nefnd sem dæmi um íhaldssemi þeirra en rétt er að hafa í huga að það er víðar en á Bretlandseyjum sem vinstri umferð ef við lýði því um 35% jarðarbúa búa við vinstri umferð. En af hverju vinstri umferð þegar flest lönd hafa veðjað á hægri umferð?

Það er í raun nokkuð góð skýring á því af hverju Bretar hafa haldið sig við vinstri umferð. Í upphafi héldu næstum allir sig vinstra megin á götunum eftir því sem BBC America segir. En þá var umferðin ólík því sem hún er í dag því hestar voru aðalsamgöngumátinn. Fyrir riddara á miðöldum var það ansi rökrétt að halda sig til vinstri því þá var hægri höndin, sem oftast sveiflaði sverðinu, nær andstæðingum þeirra. Þessir örvhentu urðu bara að finna út úr þessu ef þetta gekk illa hjá þeim. Það þótti einnig öruggara að fara upp á hest og af honum vinstra megin og öruggara var að fara af baki og út í vegkantinn en inn á miðjan veginn.

Það má því kannski frekar varpa fram spurningu um af hverju fólk hafi hætt að halda sig vinstra megin?

Sú breyting hófst seint á átjándu öld þegar stórir hestvagnar, sem voru dregnir af mörgum hestvögnum, voru notaðir til að flytja landbúnaðarafurðir í Frakklandi og Bandaríkjunum. Það var ekkert sæti á vögnunum sjálfum og því þurfti ekilinn að sitja á aftasta hestinum til vinstri því þá var hægri hönd hans laus til að stjórna svipunni. Þar sem ekillinn sat vinstra megin vildi hann að aðrir hestvagnar færu fram hjá honum vinstra megin og því hélt hann sig hægra megin. Þar með var grunnurinn lagður að hægri umferð.

Bretar neituðu þó að leggja vinstri umferð af og settu lög 1773 þar sem fólk var hvatt til að halda sig vinstra megin. Vinstri umferðin var svo endanlega lögfest 1835. Á sama tíma stigu Frakkar skrefið til fulls, á valdatíma hins örvhenta Napóleons, og færðu sig til hægri.

Báðar þjóðirnar voru nýlenduþjóðir og innleiddu því „sínar“ reglur í nýlendunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttu að sleppa því að borða pasta ef þú vilt léttast? Þetta segja vísindamenn

Áttu að sleppa því að borða pasta ef þú vilt léttast? Þetta segja vísindamenn
Pressan
Í gær

Elítan í Rússlandi komin með nóg – „Við reiknuðum með að stríðið tæki enda“

Elítan í Rússlandi komin með nóg – „Við reiknuðum með að stríðið tæki enda“