fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Risapöndur velta sér upp úr hrossaskít til að halda á sér hita

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. desember 2020 18:00

Pöndur eru nú ansi krúttlegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur sést til risapanda maka hrossaskít á sig úti í náttúrunni. Nú hefur ný rannsókn varpað ljósi á af hverju þær gera þetta. Það er ekki bara til að fá unaðslegan ilminn af hrossaskít í feldinn heldur einnig til að halda hita á sér.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn við kínversku vísindaakademíuna hafi rannsakað þetta og komist að fyrrgreindri niðurstöðu. Það er vel þekkt að spendýr hafa að jafnaði lítinn áhuga á að koma nærri hrossaskít og láta ýmsum skordýrum það eftir svo þessi áhugi panda á hrossaskít kom á óvart.

Myndavélum var komið fyrir á svæðum þar sem pöndur lifa villtar og voru vélarnar uppi frá júlí 2016 til júní 2017. Á þessum tíma náðust 38 myndskeið þar sem pöndur veltu sér upp úr hrossaskít og mökuðu honum á sig. Í ljós kom að þetta gerðist aðallega þegar lofthitinn fór niður fyrir 15 gráður.

Einnig kom í ljós að pöndurnar virtust einna helst hafa áhuga á skít sem var yngri en 10 daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár