The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn við kínversku vísindaakademíuna hafi rannsakað þetta og komist að fyrrgreindri niðurstöðu. Það er vel þekkt að spendýr hafa að jafnaði lítinn áhuga á að koma nærri hrossaskít og láta ýmsum skordýrum það eftir svo þessi áhugi panda á hrossaskít kom á óvart.
Myndavélum var komið fyrir á svæðum þar sem pöndur lifa villtar og voru vélarnar uppi frá júlí 2016 til júní 2017. Á þessum tíma náðust 38 myndskeið þar sem pöndur veltu sér upp úr hrossaskít og mökuðu honum á sig. Í ljós kom að þetta gerðist aðallega þegar lofthitinn fór niður fyrir 15 gráður.
Einnig kom í ljós að pöndurnar virtust einna helst hafa áhuga á skít sem var yngri en 10 daga.