fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Jeff Bezos segir að Blue Origin ætli að sjá um að koma fyrstu konunni til tunglsins

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. desember 2020 19:00

Eldflaug Blue Origin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geimferðafyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu Jeff Bezos, stofnanda Amazon, ætlar að sjá um að koma fyrstu konunni til tunglsins. Þetta sagði Bezos nýlega í færslu á Instagram.

NASA mun fljótlega taka ákvörðun um hvaða einkafyrirtæki mun flytja geimfara til tunglsins en það á að gerast á næstu þremur árum. „Þetta er geimflaugin sem mun flytja fyrstu konuna til tunglsins,“ skrifaði Bezos á Instagram og birti myndband af prófunum á BE-7 eldflaug í tilraunastöð NASA í Alabama.

Tólf karlar hafa gengið á yfirborði tunglsins en engin kona. NASA stefnir að því að breyta því á næstu árum. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, sagði á síðasta ári að fyrsta konan, sem verður send til tunglsins, verði valin úr hópi núverandi geimfara stofnunarinnar. „Á sjöunda áratugnum var ekki mögulegt fyrir ungar konur að sjá sig í þessu hlutverki. Í dag geta þær gert það og ég tel þetta mjög spennandi tækifæri,“ sagði hann.

BE-7 eldflaugin á að flytja geimfar, sem lendir á tunglinu, á braut um tunglið. Blue Origin vinnur einnig að smíði geimfarsins sem á að nota en að því verkefni koma einnig Lockheed Martin, Northrop Grumman og Draper.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“